13.09.1913
Neðri deild: 59. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2516 í C-deild Alþingistíðinda. (2675)

127. mál, skipun nefndar í slysfaramálum

Ráðherrann (H. H.):

Nefndinni er ætlað, ekki einungis að safna skýrslum um, hve mörg slys koma fyrir, heldur líka að grafast fyrir, hvernig á slysum stendur. Það er kunnugt, að oft ganga ýmislegar sögur, sem fara meira og minna dult, um það, hvernig standi á því og því slysi, sem til hefir viljað, án þess þó að tilefni þyki til að taka til neinna rannsókna út af því. Nefnd eins og sú sem hér um ræðir, er ein. mitt skipuð í því skyni að komast fyrir orsakir slysfara og meintra slysfara, getur fengið ýmsar upplýsingar, sem á annan hátt er ómögulegt að fá, og það um atvik, sem prívatmenn ótilkvaddir ekki vilja hreyfa.

Háttv. þingm. V.-Ísf. gat þess, að ekkert fé væri fyrir hendi til þess að launa þessari nefnd. Slíkar nefndarskipanir sem þessar, eru oft gerðar án þess að fé sé veitt til þess fyrirfram á fjárlögunum; það er venjulega látið nægja, að fá fjárveitinguna eftir á á fjáraukalögum, þegar nefndir eru settar eftir þingsályktunum.