13.09.1913
Neðri deild: 59. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2519 í C-deild Alþingistíðinda. (2680)

127. mál, skipun nefndar í slysfaramálum

Bjarni Jónsson:

Eg get ekki sagt, að það þurfi bráðnauðsynlega að ganga frá þessu nú, þótt vér séum nú þegar orðnir á eftir Norðmönnum og öðrum í þessu efni. En ástæða væri til þess hins vegar að lúka þinginu með öðru í dag, en drepa að nauðsynjalausu nauðsynjamál. Eg hefi nú hlýtt á þær umræður, sem hér hafa orðið um þetta mál, alveg út í loftið. Þær sýna ekkert annað en það, hve lítið vit þeir hafa á því, sem um það tala. Og segi eg þetta ekki af því, að eg þykist hafa meira vit á því en þeir, en ef eg vissi, að eg ætti að setjast niður og rannsaka þetta mál, þá þyrði eg að ábyrgjast, að eg fyndi ýmislegt, sem nú er bæði hulið mér og öðrum. (Sigurður Sigurðsson: Vill háttv. þm. komast sjálfur í nefndina?). Ekki álít eg mig hæfar,i til þess en aðra; eg gæti jafnvel hugsað mér, að háttv. 1. þingm. Árnesinga kynni að geta gert eitthvað gagn í nefndinni.

Það væri fróðlegt t. d. að vita, hvort það er rétt, að meira sé um slys hér en nokkurstaðar annarstaðar. (Ráðherrann: Það er áreiðanlegt). Það kann að vera, en þá er að vita hitt, hvort aðrar þjóðir missa að tiltölu fleiri menn af þeim, sem stunda veiðar hér við land, en vér missum Íslendingar. (Ráðherrann: Það er líka áreiðanlegt). Ef hæstv. ráðherra, er svona viss um þetta og fleira, þá getur verið að ekki þurfi að skipa neina nefnd! Eg veit að landlæknir er búinn að vinna gríðarmikið að undirbúningi þessa máls, en eg hygg þó, að réttara væri að láta fleiri fjalla um það, en að láta það alt hvíla á honum einum. Ætlunarverk þessarar milliþinganefndar ætti að vera það, að vinna úr þeim upplýsingum, sem þegar eru fengnar bæði frá honum og öðrum, og koma með fleiri ráð, en bæði honum og öðrum hafa hingað til dottið í hug, til þess að koma í veg fyrir slysfarir framvegis. Það er mikill munur á því, hvort það er ætlað dómurum eða milliþinganefnd, að rannsaka þetta efni. Eg er viss um það, að dómarar toga ekki upp úr mönnum þær ránari ástæður til ýmissa slysfara, sem milliþinganefnd ætti að vera innanhandar að komast að.

Þá hefir því verið haldið fram, að hagstofan gæti framkvæmt slíka rannsókn. Það gæti í sjálfu sér verið gott, en ef ætti að skella þessu á hana, þá er eg hræddur um, að ekki þyrfti lengur að bíða en til næsta þings, til þess að henni yrðu ætlaðir ótal aðrir hlutir að fást við, sem ekki væri nokkurt vit í að, ætla henni. Það hjálpar ekki að hlaða á hana störfum í vitleysu, eina og úttektarmenn eða stjórnarráð — því að það virðist svo sem að það sé þetta tvent, sem Íslendingar bera mest traust til — sízt fyrstu árin, meðan hún er svo að segja í vöggunni.

Að milliþinganefndin sé dýr, legg eg ekki svo sérlega milla áherzlu á, að minsta kosti ekki meðan kaup nefndarmanna fer ekki fram úr 10 kr. á dag. Mig minnir sem sé að Alþingi hafi fyrir skemstu ákveðið þingm. utan Reykjavíkur það kaup, og að sumir þeirra hv. þm., sem nú sitja hér, hafi verið því fylgjandi og þeir menn þurfa ekki að tala margt um þetta kaupgjald. (Sigurður Sigurðsson: Það voru ekki allir). Ekki eg að minsta kosti, og hverir sem það voru, þá voru þeir í meiri hluta og það sýnir, að þetta er ekki álitið nema sómasamlegt í kaup og kostnað slíkra manna, og ekki horfandi í að veita það, ef nokkur gagnsvon er í aðra hönd.

Eg veit það, að reynsla einstakra manna í því efni, sem hér er um að ræða, er töluvert mikil, en þá reynslu hafa þeir alls ekki lagt niður fyrir sér svo skipulega sem þarf, og þótt lagðar væru fyrir þá spurningar bréflega, mundi málið ekki liggja svo ljóst fyrir þeim, að þeir gætu þegar í stað svarað þeim svo að fullnægjandi væri. Heldur mundi þurfa stöðug bréfaakifti. Auk þess yrði mjög að byggja mikið á reynslu annara þjóða.

Það kann að vera, að það muni ekki miklu, hvort þetta mál kemst fram: nú eða á næsta þingi, en úr því að háttv. Ed. er nú í þetta sinn búin að hafa fyrir því og samþykkja það, hvers vegna á þá að fara að drepa það? Þótt þingið hafi nú setið og þráttað um þetta með 10 króna kaupi á dag, er þá nokkur ástæða til þess að næsta þing eigi að halda áfram að þrátta um, hvort eyðandi sé 10 krónum á dag til milliþinganefndarmanna í þessu máli? Það held eg ekki og þess vegna er eg á móti þessari dagskrá.