13.09.1913
Neðri deild: 59. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2527 í C-deild Alþingistíðinda. (2687)

97. mál, fátækralög

Kristinn Daníelsson:

Frumv. þetta hefir áður verið samþykt hér í þd. Nú hefir það gengið í gegnum hv. Ed. og var þar gerð á því lítils háttar breyting, sem eg vona, að háttv. þdm. líti Svo á, að sé fremur til bóta og að hún geri þeim enn aðgengilegra en áður að samþykkja frumv. Breytingin er fólgin í því, að nú er tekið beint fram í frv., að það sé ekki fyr en dvalarsveitin hafi öðlast rétt til að flytja sjúklinginn, að hún losni við að greiða 1/3 legukostnaðarins. Nefndin hér skildi frumv. að vísu ætið svo, að það kæmi ekki til nokkurra mála að flytja Sjúklinginn fyr en hann hefði þegið 100 kr. af dvalarsveitinni. En sem sagt, nú er þetta tekið afdráttarlaust fram í frumv. og getur það ekki talist til annars en bóta. Það fyrirbyggir að nokkrar skýringakúnstir þurfi til að skilja lögin eins og nefndin ætlaðist til að þau væru skilin. Eg leyfi mér að vonast til, að frumv., þannig breytt, nái samþykki hv. deildar.