22.07.1913
Neðri deild: 16. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 327 í C-deild Alþingistíðinda. (275)

68. mál, bygging, ábúð og úttekt jarða

Forseti (M. A.):

Eg skal geta þess, að 4. málið á dagskránni er, samkvæmt ósk, tekið út af dagskrá.

Forseti gat þess, að á fundinum hefði verið útbýtt frá Ed. frumv. til laga um veiðiskatt. Flutningm. Guðm. Björnsson og Þórarinn Jónsson (136).

Fundi slitið. 17. fundur.

Dagskrá:

1. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 26, 11. Júlí 1911 um skoðun á síld (115) ; 1. umr.

2. Frv. til laga um að landssjóður leggi Landsbankanum til 100 þúsund krónur á ári í næstu 20 ár (123); 1. umr.

3. Frv. til laga um landssjóðsábyrgð á sparisjóðsfé og innlánsfé Landsbankans og útbúa hans og um meðferð á varasjóði bankans (124); 1. umr.

4. Frv. til laga um sölu á þjóðjörðinni Reykjum í Hrútafirði (117); 1. umr.

Allir á fundi nema 2. þm. Eyf. (H. H.). Fundarbók siðasta fundar lesin upp, samþykt og staðfest.

Forseti tilkynti, að frá Ed. hefði komið:

Frumv. til laga um stofnun Landhelgissjóðs Íslands (142) ásamt tilmælum um, að það yrði lagt fyrir Nd.

Forseti tilkynti, að nefnd sú, sem kosin var til að íhuga frumv. til laga um breyting á sveitarstjórnarlögum 10. Nóv. 1905 hefði kosið sér formann Guðm. Eggerz og skrifara Stefán Stefánsson, og að nefnd sú, sem kosin var til að íhuga frumv. til laga um viðauka og breyting á lögum um bygging, ábúð og úttekt jarða frá 12. Jan. 1884 hefði kosið sér formann Eggert Pálsson og skrifara Ólaf Briem.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið frá Ed.:

1. Breyt.till. við frv. til laga um friðun æðarfugls. Frá Guðm. Björnssyni (141).

2. Breyt.till. við frv. til laga um mannanöfn. Frá nefndinni (145).

3. Breyt.till. vi3 frv. til laga um nafnbreytingar og ný nöfn á býlum. Frá Jóni Jónatanssyni (147).

4. Breyt.till. við frv. til laga um nafnbreytingar og ný nöfn á býlum. Frá nefndinni (146).

5. Frv. til laga um friðun fugla og eggja. Frá nefndinni í málinu: Frv. til laga um viðauka Við lög um friðun fugla frá 27. Nóv. 1903 (143).

6. Nefndarálit í málinu: Frv. til laga um um viðauka við lög um friðun fugla frá 27. Nóv. 1903 (144).

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið í deiidinni:

1. Frv. til laga um umboð þjóðjarða. Flutningsm. Ólafur Briem (139).

2. Frv. til l. um stofnun Landhelgissjóðs Íslands. Eftir 3. umr. í Ed. (142). 3. Frv. til laga um Gjafasjóð Jóns Sigurðssonar handa fátækum í Eyjafjarðarsýslu. Flutningsm. Stefán Stefánason (140).

4. Breyt. till. við Till. þingsályktunar um skipun sjávarútvegsnefndar. Frá Guðm. Eggerz, Halldóri Steinssyni, Lárusi H. Bjarnason, Jóni Ólafssyni, Jóni Jónssyni (138).

Forseti skýrði frá, að lagt hefði verið fram á lestrarsal:

1. Erindi frá sambandsstjóra U. M F. I. um, að styrkur, sá er ungmennafélögin hafa notið, verði hækkaður úr 1000 kr. upp í 3000 kr. á ári (2 flgskj.).

2. Settur borgarstjóri í Reykjavík sendir Frumvarp til laga um að leggja jarðirnar Bústaði og Skildinganes undir lögsagnarumdæmi og bæjarfélag Reykjavíkur, með tilmælum um, að þingmenn Reykjavíkur leggi það fyrir Alþingi (1 flgskj.).

3. Skýrsla um Iðnskóla Akureyrar 1912 –1913.

4. Erindi frá Hafsteini Péturssyni um 500 kr. ferðastyrk til að leita sér atvinnu.

5. Erindi frá stud. polyt. Steingrími Jónssyni um 2000 kr. styrk til að ljúka námi við polytekniska skólann í Kaupmannahöfn (3 flgakj.).

Þá var gengið til dagskr. og tekið fyrir:

FRUMVARP til laga um breyting á. lögum nr. 26, 11. Júlí 1911 um skoðun á síld (115) ; 1. umr.