23.07.1913
Neðri deild: 17. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 349 í C-deild Alþingistíðinda. (293)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Umboðsm. ráðherra (Kl. J.):

Að eins stutt athugasemd. Það var rangfærsla hjá háttv. framsögum. (B. Kr.), að eg hefði sagt, að landsmenn bæru ekki traust til landssjóðs. Eg sagði, að innlánaeigendur væru ekki nægilega trygðir, þótt landssjóður tæki að sér ábyrgð fyrir sparisjóðinn, því að landssjóður væri ekki fær um það nú. Það gæti alt af komið fyrir, ef ekki af manna völdum, þá af náttúrunnar, að sparisjóðseigendur taki út sparfsjóðsfé, og kynni þá að því að reka, að bankinn yrði að nota ábyrgð landssjóðs, sem þá yrði að hafa á takteinum annaðhvort reiðu fé, sem hann sjaldan hefir mikið af, eða þá létt seljanleg verðbréf. (Björn Kristjánsson: Engin ástæða til þess!). Það eru undarleg ummæli frá bankamanni.

Háttv. framsögum. (B. Kr.) þótti undarleg velvild, að bankanum væri heimilað að hafa varasjóð sinn í veltunni. Hér var um engi veldvildarorð að ræða frá minni hálfu, því að orð min um þetta voru að eins “citat„ eftir einn hinn bankafróðasta mann.