28.07.1913
Neðri deild: 20. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 406 í C-deild Alþingistíðinda. (334)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Þótt það standi á dagskránni í dag, að ráðherra svari fyrirspurn, þá hefði hitt í rauninni verið réttara að þar hefði staðið, að hann mundi hlýða á fyrirspurn, því að eg hefi þegar gefið skýrslu mína um þetta mál og hefi litlu við hana að bæta. Fyrirspurnin, sem hér er um að ræða, hljóðar svo:

Hvernig stendur á því, að frumvarp Alþingis 1912 til laga um stofnun peningalotterís fyrir Ísland, var ekki staðfest af konungi 2.

Þessu er fullsvarað með því einu, að frá því er þetta frumv. Var samþykt hér á þinginu og þangað til það varð borið upp fyrir konungi, höfðu verið samin og staðfest lög í Danmörku, sem blátt áfram bönnuðu það, sem lagafrumvarpið hafði gert ráð fyrir að væri leyfilegt í Danmörku. Þessum breyttu kringumstæðum hefir konungur falið mér að skýra þinginu frá. Það hefi eg gert. Þessi ástæða er öllum opinber og einhlít. En um aðrar ástæður hefi eg þegar gefið skýrslu í sameinuðu þingi, meðal annars um það, hvers vegna eg áleit nauðsynlegt að fresta uppburði þessa frumvarps í fyrra haust, þegar in önnur frumv. frá þinginu 1912 voru upp borin. Og eg álit enga ástæðu til þess að endurtaka það alt hér, það er nóg að það standi á einum stað í þingtíðindunum. Eg skal því ekki fara um málið nema fám orðum að þessu sinni.

Háttv. fyrirspyrjandi (L. H. B.) hélt því fram, að eg hafi alls ekki borið þetta frumvarp upp fyrir konungi, og byrði svo á því allar sínar þungu ákærur. En þetta er ekki rétt. Eg hefi borið frumv. upp um leið og eg sigldi með þau stjórnarfrumv., sem nú liggja fyrir Alþingi. En auðvitað gat eg þá ekki, þar sem þessi lög voru komin á í Danmörk, ráðið Hans hátign til þess að staðfesta frumvarpið, þvert ofan í lög, sem hann var sjálfur nýbúinn að staðfesta. Eg áleit heldur ekki ástæðu til beinnar lagasynjanar, og ið eina sem eg gat ráðið Hans hátign til að gera við frumv., var þá að fresta ákvörðun um málið og fela mér að gefa Alþingi skýrslu um þessar “breyttu kringumstæður, til þess að það gæti eftir því hagað frekari aðgerðum, ef það vildi hafa íslenzkt lotterí.

Þá virtist mér háttv. fyrirspyrjandi ganga út frá því, að ráðherra sé það skylt, samkvæmt stjórnarskránni, að bera hvert frumv. upp fyrir konungi þegar í stað er hann nær til hans.

Þetta nær ekki nokkurri átt, eins og allir geta séð, er stjórnarskrána þekkja. Sú stjórnarskrárgrein, sem hér er um að ræða, mælir einungis svo fyrir, að ráðherra skuli fara svo oft sem nauðsyn er á til Kaupmannahafnar til þess að bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir. Hér stendur ekki eitt orð um það, að hann sé skyldugur til þess að bera öll frumv. þingsins upp fyrir konungi undir eins, heldur er hann einmitt frjáls og sjálfráður að því, að gera það þegar honum sýnist það heppilegast. Það er meira að segja gert ráð fyrir því í stjórnarskránni sjálfri, að það geti dregist, og jafnvel að frumvörp kunni enn að vera óstaðfest þegar næsta reglulegt Alþingi kemur saman: Þá fyrst er það fallið niður, en fyr ekki, og sést á því, að alt þangað til, allan þann tíma, frá því eitthvert lagafrumv. er afgreitt sem lög frá Alþingi, og þangað til næsta reglulegt Alþingi kemur saman, er ráðherra frjálst og rétt að að bera það upp fyrir konungi, hvenær sem hann vill. Þar getur verið nm alt að því 13/4 árs svigrúm að ræða. Hér liðu ekki nema rúmlega 8 mánuðir frá samþykt þingsins þangað til málið var upp borið.

Þá skírskotaði háttv. fyrirspyrjandi til ráðherraábyrgðarlaganna, og bygði þar á inu sama, sem sé, að eg hafi eigi borið frumv. upp, sem er ekki rétt. En annars hygg eg að sú grein, sem hann þar átti við, geti eins vel skilist á nokkuð annan hátt en hann vildi skilja hana. Þar stendur svo, að það varði ráðherra ábyrgð, ef hann láti farast fyrir að bera upp fyrir konungi lög, tilskipanir eða aðrar ályktanir, er konungsundirskrift útheimtist til. Háttv. fyrirspyrjandi vildi fá það út úr þessu, að hér í lægi bein skipun til ráðherra um, að bera upp fyrir konungi til staðfestingar öll lög, sem Alþingi hefir samþykt, að viðlagðri hegningu laganna. En eg hygg, að beinna liggi við að skilja þennan lagastað á annan hátt. Væri ekki um annað að ræða en “lög„ í þessari tilvitnuðu setningu, þá gæti skilningur fyrirspyrjanda ef til vill legið nærri. En jafnhliða lögum eru nefndar tilskipanir, og aðrar ályktanir, sem Alþingi kemur ekki nærri, en ráðherra sjálfur á frumkvæði til. Hið eina sameiginlega sem þessar “tilskipanir og ályktanir„ hafa við lög er það, að konungsundirskrift útheimtist til þeirra. Eg hygg það sé alveg ómótmælanlegt, að það væri meiningarleysa einber, að leggja þunga hegning á ráðherra fyrir það, að hann beri ekki upp fyrir konungi tilskipanir og ályktanir, er hann sjálfur á frumkvæði að, nema því að eins að hann setji þær í gildi og framkvæmi þær án konungsstaðfestingar. Í inum tilvitnaða lagastað í ráðherraábyrgðarlögunum er ið sama sagt um lög eins og “tilskipanir„, og meiningin getar naumast verið önnur en sú, að varna misbeitingi valds af ráðherra hálfu, koma í veg fyrir; að hann hrifsi til einvald, sem konungi er áskilið, tryggja konungsvaldinu sína stjórnskipulegu hluttöku og vald yfir mikilvægustu stjórnarathöfnunum. En á hvern hátt skyldi eg hafa brotið á móti þessu með því að fresta, eftir því sem atvik lágu til, uppburði eins frumvarps, sem á meðan lá í þagnargildi og ekki var beitt?

Hvernig svo sem þetta verður skilið, þá á það ekki við það tilfelli, sem hér liggur fyrir. Eg hefi borið málið upp fyrir konungi í ríkisráði og skýrt honum frá öllum málavöxtum, þeim mótbárum, sem fram höfðu komið gegn frumvarpinu, og þeim breyttu kringum stæðum, sem gerðu það að verkum, að eg gat ekki ráðið honum til að undirskrifa það. Eg verð því að mótmæla því, að hér sé að ræða um nokkurt brot á stjórnarskránni eða nokkuð það sem hægt sé að festa hendur á eftir ráðherraábyrgðarlögunum.

Ástæðan fyrir því, að eg frestaði því að bera frumv. upp fyrir konungi, var sú, að eg varð að telja það fullkomna pólitíska nauðsyn. Af skýrslu minni í sameinðu þingi geta menn séð, hver rök til lágu. Það er þýðingarlaust að endurtaka það hér. Eg er sannfærður um, að ef eg hefði lagt kapp á að fá úrskurð og ákvörðun konungs viðvíkjandi staðfesting frumvarpsins, mundi mér eftir á hafa verið legið á hálsi fyrir það, að eg hefði með því eyðilagt önn lagt önnur mál, sem voru margfalt mikilsverðari, og það með miklu meira rétti en aðfinslurnar nú byggjast á. Eg er sannfærður um, að eg hefi gert það eitt, sem skyldan bauð mér að gera, það eitt, sem rétt var. Með annari aðferð hefði eg gert rangt.

Háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) lagði mikla áherzlu á það, hvað landssjóður hefði mist mikið fé við það að lögin náðu ekki staðfestingu. Það sem hann sagði um það, kann að taka sig vel út í augum alþýðu. En þar er eg hræddur um, að bæði hann og aðrir hafi gert sér of miklar vonir. Þó að lögin hefðu verið staðfest, var engin trygging fyrir því, að leyfisbeiðendurnir hefðu nokkurn tíma tekið leyfisbréf fyrir lotteríinu. Í frumvarpinu var að eins áskilið, að þeir settu trygging fyrir 1/2 árs afgjaldi, svo framarlega sem þeir á annað borð tækju leyfisbréf samkvæmt lögunum, og byrjuðu starfræksluna. Eg er því ekki viss um, að neins sé að sakna í peningalegu tilliti. Það var reyndar von að þinginu í fyrra þætti glæsilegt að taka það fé á þurru landi, ef það gæti fengist, en þá vissi það ekki þau atvik, sem annars liggja að málinu. Það vissi ekki betur en að það væri með sannindum sagt hjá flutningsmanninum og nefndinni, að lögin væru svo undirbúin í Danmörku, að þau gætu komist í framkvæmd, ef þingið samþykti þau, og það vissi ekki, til hvers var stofnað með því að koma á fót lotterfi, sem lifa átti á leynisölu og lagaamýgli í öðrum ríkjum, þar sem sala útlendra lotteríaeðla er bönnuð. Þingið gerði sér vissulega ekki ljóst, að með því að banna sölu hér á landi nema að örlitlu broti, og banna sölu algerlega í Danmörku, var óbeinlínis lögákveðið, að leita sér tekna í öðrum ríkjum, þar sem slíkt víða er óleyfilegt og alstaðar afar illa séð.

En jafnvel þótt lotteríið hefði komist á, er eg hræddur um að það hefði aldrei staðið lengi. Eg er sannfærður um, að fljótt hefði rekið að því, að leyfishafarnir hefðu orðið að hætta vegna þess, að þeir hefðu rekið sig á tálmanir fyrir sölu utanlands. Auk þess sem Dönum stóð jafnan opið fyrir að stansa og lama athafnir félagsins í Danmörku, eins og gert er í lögum frá 1. Apríl þ. á. Og þá hefði landssjóður ekkert haft nema tryggingu fyrir hálfs árs gjaldi. Það er ekki svo mikið, að tilvinnandi hefði verið að spilla fyrir ýmsum nauðsynjamálum og eyðileggja sæmd og lánstraust vort út á við fyrir það.

Eg finn svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frekar. Háttv. 1. þm. Rvk. (L. H: B.) telur framkomu mína í þessu máli einsdæmi í þingfrjálsu landi. Þau ummæli verða að standa og falla í með hinu, hvort hér sé um stjórnarakrárbrot að ræða eða ekki, og væri þó fullsterkt að orði kveðið hjá honum.

Það sem hér er að orðið og ekki hefði átt að vera, stafar af því, hvernig þessu máli var troðið hér inn á þingið. Það er yfir höfuð mein að því, hversu þingmenn nota alt of mikið og misbrúa þá heimild, sem þeir hafa til að leggja privatrumvörp fyrir þingið. Vandasömum frumvörpum er dembt inn alt í einu á laun Við stjórnina, ef einhverjum þingmanni dettur í hug að slá sér upp á því að teljast frumkvöðull að einhverjum lagasmíðum eða faðir að þeim, eða fær einhverja hugsjón, sem tekin er að láni frá öðrum. Mér er það óskiljanlegt, að með annað eina frumv. eina og lotterífrumvarpið, sem stafar frá Kaupmannahöfn, skyldi vera farið á bak við ráðherrann, sem um þær mundir er það var í bígerð um vorið 1912, einmitt var staddur í Kaupmannahöfn.

Það er farið með þetta eins og mansmorð og enginn veit neitt fyr en háttv. 1. þm. Rvk. alt í einu kemur með það inn á þingið, með þeim, fagnaðarboðskap; að hann ætli að sjá landssjóði fyrir tekjum á þenna hátt. Geri aðrir betur, segir hann í niðurlagi flutningaræðu sinnar við 1. umr. (Alþ.tíð. 1912 B II, bls. 488). Hvernig stendur á öðru eins og þessu? Ef frumvarpið hefði fyrst verið lagt fyrir stjórnina, hefði þeim vandræðum verið afstýrt, er síðar komu fram.

Tíminn hér á þinginu er svo stuttur og aðstaðan að öðru leyti þannig, að engin tiltök eru að rannsaka hér til hlítar vandasöm mál, sízt þau er út á við horfa. Og hvernig er hægt að heimta það af einum manni í ráðherrasæti, að hann geti á þeim stutta tíma, sem þingið stendur, hlaðinn annríki, sett sig inn í hvert einatakt atriði í hverju einstöku máli ? Það væri sannarlega bráðum tími til kominn að háttv. þingm. færu að takmarka sig dálítið í notun frumkvæðisréttarins, og þingið að bera ögn minna ört á því að hrinda öllum þessum frumvarpagrúa fram.

Eg held að það sé nú ekki meira, sem eg þarf að svara í svipinn. Eg skal að eina geta þess, út af því sem hv. fyrirspyrjandi (L. H. B.) byrjaði á, að það var rétt, að eg hefi látið hæstv. forseta vita, að eg gæti tekið við þessari fyrirspurn í dag. Eg vildi sem skemst láta á mér standa, því að eg þóttist nokkurn veginn vísa um, að háttv. þingm. fyndist hann vera búinn að bíða nógu lengi. Eg vildi ekki draga hann lengur á tækifærinu til þess að koma fram því sem honum er svo ríkt í brjósti.