28.07.1913
Neðri deild: 20. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 434 í C-deild Alþingistíðinda. (340)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Háttv. flutningsmaður (L. H. B.) hefir tvisvar minst á samtal, sem hann hafi átt við mig fyrir þenna fund, og sem hann hag bygt það á, að eg mundi svo sem ekkert segja í dag. Það er rétt, að við töluðum saman örstutta stund fyrir fund og kvaðst hann mundu verða mjög mildur í framsögu sinni og ekki gefst tilefni til neinnar kappræðu. Eg lét í ljós, að eg hefði alla ekki búið mig undir neina ræðu, og að eg mundi þá að mestu geta látið mér nægja að skírskota til fyrri ræðu minnar. Háttv. flutningsmaður hefir nú verið svo mildur, að bera mér á brýn þrjú smáatriði: að eg hafi kastað á glæ stórgróða, hundruðum þúsunda króna, sem lansdssjóði hafði verið innan handar að fá árlega, ef eg hefði ekki vanrækt skyldu mína; að eg hafi brotið stjórnarakrána, og unnið til ábyrgðar eftir ráðherraábyrgðarlögunum, og loks, að eg hafi kipt hyrningarsteininum undan þjóð lagsskipuninni með því að eyðileggja þingræðið. Þessi smáatriði, tjón lands sjóða, stjórnarskrárbrot og þingræðis skemdir, bar hann upp á mig, auðvitað með þeim milda málrómi, sem honum er tamur, en efnið fanst mér raunar ekki fult eins milt, eins og hann hafði gefið mér í skyn fyrir þingfund. Mér fanst eg ekki getað þagað algerlega við öllu þessu. Argur er sá, sem engu verst, og er þó synd að segja, að eg hafi svarað honum eins og vert var. Eg hefi að eins mótmælt örfáum atriðum, en slept miklu, sem segja hefði mátt, enda býst eg við, að atkvæðin séu ráðin fyrirfram, svo að varnir stoði hér lítið, og enga tilhneiging hefi eg til þess að halda hér uppi leikspili fyrir fólkið.