28.07.1913
Neðri deild: 20. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 435 í C-deild Alþingistíðinda. (341)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Jón Magnússon:

Eg er samdóma háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) um það, að ráðherraábyrgðarlögin fyrirskipi beinum orðum, að ráðherra skuli leita konungsstaðfestingar á lögum, þeim er Alþingi samþykkir, og ráðherraábyrgðarlögin nefna enga undantekning frá þeirri reglu. En mundi nú þessi regla vera undantekningarlaus, þannig að ráðherra ætti að sjálfsögðu að teljast sekur, ef út af brygði. Eg held ekki, og skal eg að þessu leyti skírskota til stjórnlagakennarans við háskólann, prófessora Lárusar H. Bjarnason. Hann telur það í nýútkominni stjórnlagafræði sinni, góðri bók, ekki vítalaust ráðherra, að útvega konungsundirskrift undir alþingisfrumvarp, er færi í bága við stjórnarskrána. Eg er samdóma þessu. En mundu undantekningarnar þar með tæmdar? Eg held varla. Ef ráðherra kæmist að þeirri niðurstöðu, að alþingisfrumvarp væri hættulegt að einhverju leyti fyrir frelsi eða sjálfstæði landsins, þótt ekki kæmi það í bága við stjórnarskrána, þá væri honum eflaust ekki vitlaust að útvega konungsstaðfestingu á frumvarpið. Hitt er annað mál, að vilji Alþingi halda máli því til streitu, þá verður ráðherra að fara. Og eg held að undantekningarnar séu fleiri. Ef ráðherra kemst að þeirri niðurstöðu, meðan Alþingi ekki er saman, að alþingisfrumvarp komi í bága við rétt annarar þjóðar, einkum ef mótmæli koma fram af hálfu þeirrar þjóðar, þá hygg eg að honum sé ekki vitlaust að leita konungsstaðfestingar á frumvarpinu, að minsta kosti ekki fyr en hann hefir borið málið aftur fyrir þing. Nú er eg þeirrar skoðunar, eins og hátt. þm. Dal. (B. J.), að eitt atriði, og það aðalatriði, hafi verið sett í lotterílögin, er önnur þjóð átti fullan rétt á að mótmæla, nefnilega að starfsemi lotterísins, stjórn, dráttur o. s. frv. skuli vera í Khöfn. Með leyfi hæstv. forseta skal eg lesa upp álit háttv. þm. Dal. um þetta atriði í fyrra. Hann segir svo í minnihlutanefndaráliti sínu um málið:

“Alþingi hefir ekki vald til þess, að setja lög um að slíkt fyrirtæki sem þetta skuli eiga heima í Khöfn, því að vér höfum engin yfirráð yfir Dönum. Gætum vér eins vel sett í lögin, að drættir skyldu fram fara í Hamborg eða París. Væntanlegum leyfishöfum yrði slíkt lagaákvæði leyfi hjá stjórn þess lands, eða væri það heimilt eftir þess lögum. Hins vegar getur oss enginn hagur verið í því, að binda þá við Kaupmannahöfn, fremur en einhvern annan stórbæ, einkum þar sem á öðrum stað í lögunum er bannað að selja happdrættismiða í Danmörku. Mundu og flestir hyggja, að hér væri um nýtt nýlendu happdrætti (Koloniallotteri) að ræða, enda mundu Danir leyfa slíkt einmitt í þeirri veru (sbr. orðin utan ríkis í 4. gr.)„.

Að ekki var gefinn gaumur að þess um Viturlegu ummælum háttv. þm. Dal., kom af því, að í nefndaráliti meirihl. er gefið í skyn, að Danir muni góðfúslega leyfa þetta. Þar segir svo, að leyfishafar þykist hafa vissu fyrir að mega reka lotteríið í Khöfn, fái þeir leyfi löggjafarvaldsins, konungs og Aþingis, til lotteríhaldsins. Þeir fara þannig í rauninni að eina fram því, að mega kenna lottertið við Ísland. Nú er sagt að vísu, að engin dönsk lög hafi bannað þetta, að lotterídráttur íslenzks lotterís færi þar fram. Hvort svo hafi verið eða eigi, um það skal eg ekkert segja, hvorki til né frá. En engin íslenzk lög gátu hindrað það, að Danir bönnuðu þetta. Eg býst við, að allir séu samdóma um það, að hér sé um tvö algerlega aðskilin löggjafarsvæði að ræða, þar er hvor þjóðin hafi ein ráð á sínu löggjafarsvæði, þannig að hvor um sig eigi rétt á að mótmæla, ef hin fer inn á löggjafaravæði hennar.

Mín skoðun er sú, að ekki hafi verið unt annað en taka til greina mótmæli frá Dönum gegn því að rekstur lotterísins færi fram í Danmörku, ekki af því að eg viðurkenni neina yfirdrotnun í því efni, heldur af því, að við höfum sett lög um atriði, sem hliðstætt löggjafarvald þeirra á yfir að ráða, en ekki vér.

Þá er það fundið ráðherra að sök, að hann hafi ekki borið málið undir konung í haust, heldur látið það dragast þangað til lög voru komin í Danmörku, sem ónýttu alt málið. Eg skal nú ekki orðlengja um það sem er vitanlegt, að þessi lög gátu Danir eins sett fyrir sig, þótt konungur hefði undirritað íslenzku lotterílögin. En ráðherra hefir ekki brotið á móti ráðherraábyrgðarlögunum, þótt þessi dráttur yrði á því að leitað væri konungsstaðfestingar. Að minsta kosti segir stjórnlagakennarinn við háskólann svo í stjórnlagafræði sinni:

Sé um framkvæmdaleysi að ræða eða það, að ráðherra hafi látið óheimila framkvæmd Viðgangast eftir b-lið

2. gr., verður ekki leyst úr því með almennum orðum, hvenær brotið er. Sé að ræða um vanrækslu á að leita undirskriftar konunga undir lagaboð, liggur vanrækslan fyrir, sé ekki undirskriftar konungs leitað áður næsta reglulegt Alþingi kemur saman, því að eftir þann tíma ber, samkv. 10. gr. stj.skr., að álíta Alþingisfrumv. fallin niður. Að öðru leyti er það álitamál, sem leysa verður úr eftir atvikum, í hverju einstöku falli, hvort vitavert framkvæmdaleysi hafi átt sér stað.

Samt er því ekki að neita, og eg býst við að hæstv. ráðherra viðurkenni það sjálfur, að honum hefir yfirsést í þessu máli. Hann hefir verið of auðtrúa á það í þinginu í fyrra, að Danir mundu ekki hafa á móti því, að lotteríreksturinn færi fram í Khöfn, treyst of vel ummælum nefndarinnar hér í málinn. En í þessu er þingið honum samsekt, og sérstaklega á nefndin í lotterímálinu í Nd. sök á þessu. Margt kemur fyrir, sem ólíklegt þykir, en bágt á eg með að trúa því, fyr en eg tek á því, að deildin gefi honum sök á þessu, eða að nokkrir þeir þingmenn telji hann ámælisverðan fyrir þetta, sem lotterífrumvarpið samþyktu í fyrra, og þannig eru samsekir, ef ráðherra er sekur. Eg vil að minsta kosti ekki vera í þeirra tölu.