28.07.1913
Neðri deild: 20. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 438 í C-deild Alþingistíðinda. (342)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Flutningsmaður (L. H. Bjarnason):

Eg þakka háttv. þm. Vestm. (J. M.), góðum lagamanni, enda prófdómara Við lagadeild háskólans, fyrir þau lofsamlegu ummæli, sem hann hafði um viðleitni mína til að semja stjórnlagafræði Íslands.

Háttv. þm. Vestm. játaði það, að ráðherra eigi að leita undirskriftar konunga undir lagafrumv. Alþingis, og þar með óbeinlinís, að ráðherra hefði yfirsést. (Jón Magnússon: Þetta er ekki rétt hermt). Ráðherra hefir ekki borið lotterí frumvarpið upp fyrir konungi og því yfirsést. Hann hefir að eina gefið konungi skýrslu um málið og þann veg brotið skýlaus lagafyrirmæli. En slík aðferð er ekki annað en leikur, því að uppburður fyrir konungi þekkist ekki, nema annaðhvort til synjunar eða staðfestingar.

Háttv. þingmaður sagði, að það stæði í stjórnlagafræði minni, að Svo gæti staðið á, að ráðherra þyrfti ekki að bera upp til staðfestingar samþykt lagafrumvörp frá Alþingi, eða bæri jafnvel skylda til að gera það ekki. Þetta er alveg rétt. Ef t.d. Alþingi samþykkir eitthvað, sem kemur í bága við stjórnarskipunarlög landsins, þá er það gefið, að ráðherra á ekki að bera slíkt frumv. upp til staðfestingar. Háttv. þm. nefndi og það tilfelli, að Alþingi samþykti eitthvað, sem akerti frelsi og sjálfstæði landsins. Þetta er einnig rétt. En eg sé ekki að þetta komi þessu máli við. Eða komu lotterílögin í bága við stjórnarskrá landsins, eða skertu þau frelsi þess og sjálfstæði, eða voru þau að öðru leyti þess eðlis, að þau gætu heimilað ráðherra eða gert honum að skyldu að fara ekki fram á staðfestingu við konung? . Eg fullyrði að svo hafi ekki verið. Háttv. þm. sagði að vísu, að þau kæmu í bága við rétt Dana, en það er ekki rétt. Háttv. þm. verður að virða mér það til vorkunnar, þó að eg, með allri virðingu fyrir lögvísi hans og –sjálfstæði, marki meira hæstarétt, sbr. dóminn frá 2. Jan. 1871, en varnartilraun hv. þm. fyrir ráðherra hans.

Háttv. þingmaður játaði, að einhverstaðar yrði að draga mörkin. En hver á að gera það? Er það sá sem borinn er sök, eða er það Alþingi? Auðvitað á Alþingi að skera úr því, því að það er Alþingi, sem samkvæmt stjórnarskrá ráðherra-ábyrgðarlögunum og landsdómslögunum á að dæma um það, hvort ráðherra skuli sóttur til ábyrgðar fyrir að hafa farið út fyrir embættistakmörk sín eða farið ranglega með vald sitt. Eg segi þetta ekki af því, að mér detti í hug að þetta mál komi undir landsdóm. Því fer fjærri. En jafnhættulegu fordæmi og hér er um að ræða, verður að mótmæla kröftuglega. Og þau mótmæli berða að koma frá Alþingi.

Háttv. þingmaður las langan kafla upp úr nefndaráliti háttv. þm. Dal. (B. J ) frá því í fyrra til sönnunar því, að frv. hefði gengið á rétt Dana. Eg samgleðst háttv. þm. Dal. í því, að hafa, nú fengið “notarial-vottorð„ fyrir þekkingu og skilning á lögum. En því sagði hv. þm. Vestm. þetta ekki í fyrra ? Þá hefði verið meiri ástæða til þess. Og því Segir hann yfirleitt annað í dag en í gær? Því segir hann annað utan þingsins en inni í deildinni? Honum hafa sannanlega farist alt öðruvís orð um þetta mál; en hann las nú upp hér að ráðherra viðstöddum.

Það er jafngott, að háttv. þingm. fái að heyra sannleikann einu sinni um hreinskilni sína og festu.

Þá er það fullkomlega rakalaust, að nefndinni verði hér kent um nokkuð. Hún segir að eins, að “leyfishafar þykjast hafa vissu fyrir að mega reka lotteríið í Kaupmannahöfn„, ef frumvarpið verði Samþykt og staðfest, en víkur ekki einu orði, að því, hvort það hald sé á rökum bygt eða ekki. Hér var því um enga samsekt að ræða, hvorki af hendi nefndar eða þings. Ráðherra á einn sökina.

Það er hverjum manni ljóst, að jafnvel þótt hæstv. ráðherra hefði, vegna samningaumleitana við Dan um sambandsmálið, mátt líta svo á sem rétt væri að fresta uppburði þessa lagafrv. um hríð, þá hefði hann átt að leita konungsstaðfestingar fyrir 1. Apríl, enda var nægur tími fyrir hann til þess að bera lögin upp á tímabilinu frá því að sambands-samningarnir strönduðu og þangað til Bülow fékk staðfestingu konungs fyrir frumvarpi sínu.

Eg veit, að útveguð hefir verið konungsstaðfesting á lagafrumv. gagnum símann. Þessa hefir ráðherra ekki freistað. Og býst eg við, að það sé af því, að hann hafi aldrei frá því hann kom til Khafnar með frumvarpið ætlað sér að bera það upp til staðfestingar, enda harla ósennilegt, að 3 menn, sem ráðherra hefir átt tal við í Október, hafi farið að skrökva því upp þá, að hann hafi sagt þeim, að hann væri orðinn afhuga að bera lotterífrumvarpið nokkurn tíma upp, vegna þess að frumv. Væri á leiðinni frá Bülow, sem hindraði framkvæmd laganna. Eg sagði og segi enn, að hefði ráðherra borið upp lögin áður en danska frumvarpið kom fram, þá mundi staðfesting hafa fengist. Þar með er ekki sagt, að lögin hefði orðið potuð. Þetta voru að eins heimildarlög. Ráðherra þurfti ekki að nota heimildina. Og þótt hann hefði notað hana, gat hann gert það með þeim fyrirvara, að það væri ekki á hans ábyrgð, hvort lögin kæmu í bága við danska hagsmuni eða dönsk lög.

Það má vera, að tekjunum hefði verið spilt með þessu móti, en stjórnarskránni og þingræðinu hefði verið borgið.

Það sem háttv. þm. Vestm. (J. M.) var að fara með úr stjórnlagafræðinni um framkvæmdarleysi, á ekki við hér. kað er til sérstök grein í ábyrgðarlögunum, sem ætti við uppburðarleysi ráðherra, því að það kæmi ekki í bága við gildandi lög, svo sem það vafalaust gerir. Eg á við 4. gr. ábyrgðarlaganna, sem leggur ábyrgð við svokölluðum “Konduite„ -brotum, eða brotum á góðri ráðsmensku.

Það verður að heimta af ráðherra, að hann velji heppilegasta tíma til þess að vinna þau verk, sem honum eru falin á hendur. Tækifærið var nóg fyrir hv. ráðherra. Honum stóð alt opið fram að 1. Apríl, en hann kom ekki með frumvarpið fyr en það var orðið of seint. Jafnvel þótt honum væri kunnugt um frumvarp Bülows, þá bar honum bein lagaskylda til þess að bera frumvarpið upp til staðfestingar. Hann gat ekki gert að því þótt konungur segði “nei„. Og eg hygg, að það hefði verið hollara fyrir hæstv. ráðherra og þann flokk, sem hann styðst við, að einu sinni hefði verið teflt hreint.

Ef ráðherra á að vera einráður dómari um það, hvað framgengilegt sé eða ekki, þá gæti afleiðingin af því orðið sú, að önnur lög frá Alþingi yrðu ekki borin upp fyrir konungi, en þau sem danskir valdhafar hefðu fyrirfram samþykt. Og hvað væri þá orðið af löggjafarvaldi Alþingis? Hér er stofnað stórhættulega fordæmis, sem ekki má með nokkru móti láta óátalið.

Alt talið um ósamræmi frumvarpsins við dönsk lög er næsta einkennilegt, þegar litið er til þess, að enginn af lagamönnum þessum, hvorki hæstv. ráðh. (H. H.) né háttv. þm. Vestm. (J. M.), skyldu anda í þá átt í fyrra, enda þó efasemdum væri hreyft um það af hv. þm. Dal. (B. J.), heldur þvert á móti kveða þær efasemdir niður, svo sem ráðherra gerði mjög rækilega. Eg gat ekki gert betur en vísa þeim leyfisbeiðendum, sem til mín komu, til hæstv. ráðherra til þess að leita álits hans einmitt um þetta atriði. Þeir segjast hafa átt tal við hann og hann hafi ekkert séð athugavert við frumvarpið, enda tók hæstv. ráðherra af skarið um það, svo sem greinilega sést á margnefndu svari hans þá til hv. þm. Dal. (B. J.).

Hæstv. ráðherra hermdi samtal okkar fyrir fund í dag rétt að nokkru leyti.

Hann kvaðst mundi láta sér nægja að vísa til skýrslu sinnar í Sameinuðu þingi — og kvaðst eg þá mundi verða stuttorður. En hæstv. ráðherra gerði dálítið meira. Hann kom með ekki alveg meinlausar tilgátur til okkar flutningsmanna og varð eg þess vegna að verða langorðari en eg ætlaði mér, varð að rökstyðja fyrirspurn mína, enda vona eg að mér hafi tekist það. Eg ætlaði mér sannarlega ekki að kappræða dagskrána, enda hafa umræður allra verið hóflegar og hitalausar, líklega meðfram af því, að ráðherra svaraði fyrirspurninni áður en búist var við, af hvaða ástæðu sem það kann að hafa verið.