29.07.1913
Neðri deild: 21. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 490 í C-deild Alþingistíðinda. (365)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Framsögum. (Björn Kristjánsson):

Háttv. 1. þingm. S.-Múl. (J. Ól.) hefir í rauninni að mestu svarað því sem þurfti. Eg vil að eins benda á það enn sterkara en áður, að í raun og veru er það landssjóður, sem ber alla ábyrgð nú á því fé, sem lagt er inn í sparisjóð bankans. (Ráðherrann: Eftir hvaða lögum?) Eftir lögunum um stofnun Landsbankans frá 1885. (Ráðherrann: Það er misskilningur). Hvað sem um það er, þá býst eg við að menn muni alment skilja þessi orð í 32. gr. laganna: . . . skal fyrst greiða öllum lánsölum bankans allar skuldakröfur þeirra . . . . En eg vil benda mönnum á eitt. Hvernig mundi þingið haga sér, hvað sem skilningi á þessari grein liður, ef bankinn yrði gjaldþrota? Mundi það ekki álíta það skylt, að landssjóður borgaði þeim landsmönnum, sem eiga sparifé inni, að fullu innieign þeirra? Eg er þess fullviss, og lögin eru þá til, þó að óskrifuð séu. Það sem hér er farið fram á, er því í rauninni ekkert annað en að setja óskrifuð lög á pappírinn. — Eg get ekki fallist á, að þörf sé á að setja þetta mál í nýja nefnd, eins og hæstv. ráðherra talaði um.

Viðvíkjandi því, að honum þótti það hart, að eg sagði, að stjórnin hefði ekki verið bankanum eina hlynt og skyldi, skal eg taka það fram, að eg áfellist hann ekki Sérstaklega (enda sagði eg, að stjórnin síðari árin hefði eigi verið bankanum hlynt) fyrir afskiftaleysi af Landabankanum. Eg hefi þvert á móti orðið var við, að hæstv. ráðherra er betri í bankans garð, heldur en fyrirrennari hana var. En þó er mikil vöntun á því að núverandi stjórn beri eins mikla umhyggju fyrir hag Landsbankans eins og ætti að vera.