29.07.1913
Neðri deild: 21. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í C-deild Alþingistíðinda. (368)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Ráðherrann (H. H.):

Háttv. 1. þm. S.-MúI. (J. Ól.) sagði, að stjórnin gæti haft nóg eftirlit með Landsbankanum eins og er. Það getur nú verið að svo megi segja eftir núverandi fyrirkomulagi, en ef gera ætti þessa breytingu, að landssjóður hefði beinlinis alla ábyrgð á því, hvernig innlánsfé væri ráðstafað, og að engin hætta gæti stafað af útlánum, þá þyrfti eftirlitið að vera alt öðruvísi en nú er ráð fyrir gert.

Þetta, að stjórnin getur vikið bankastjórunum frá eina og öðrum opinberum starfsmönnum, er lítil trygging. Bæði er seint að gripa til þess, ef illa fer, og svo er það óyndisúrræði, sem gera má ráð fyrir að sjaldan yrði notað, enda ekki heppilegt fyrir lánstraustið út á við, að gripa til slíks að óþörfu. Nú er ekki hægt að segja þeim upp lengur án þess að gefa ástæðu. Það var afnumið 1909, að þeir væru ráðnir upp á venjulega uppsögn. Nú verður beinlínis að setja þá af, og til þess verða að vera sakir, lagabrot af þeirra hendi eða megn vanræksla á skyldum þeirra, og má fyr vera ólag en svo sé.

Eg álít því alveg víst, að ef kasta á þannig allri ábyrgð á landssjóð, þá yrði fyrirkomulagið að vera alt annað, eins og eg áður hefi tekið fram. Samband landasjóðs og bankans yrði þá að verða svo, að bankinn væri ekki annað en sérstök deild af landasjóði, útlánsdeild. Í Svíþjóð er það svo, að allar tekjur ríkisbankana eru taldar ríkinu til tekna og öll gjöld hans því til gjalda. En munurinn er sá, að þar græðir ríkið árlega margar milíónir króna á bankanum, en hér á hann að kosta landið svo og svo mikið fé árlega, eftir inum nýjustu tillögum.

Eg hygg að það hafi þegar verið nægilega tekið fram og sýnt, að það er ekki rétt að landssjóður beri þessa ábyrgð á innlánsfénu nú sem stendur. Um hitt, að hann beri þó siðferðislega ábyrgð á Landsbankanum, svo að hann myndi l borga fyrir hann ef illa færi, er það að segja, að til slíkrar greiðslu mundi þó ekki geta komið nema eftir heimild í fjárlögum eða sérstökum lögum í hvert skifti. Það er afar-mikill munur á því, hvort sú skylda er lögð á landið að vera varasjóður fyrir bankann í öllum tilfellum, svo að hann verði jafnan að vera til taks að snara út svo og svo miklu fé, hvenær sem vera skal, og hinu, þótt það kynni í einhverju tilfelli að þurfa að taka að sér, einhvern skaða eftir á. Þá hefir landsstjórnin svigrúm til þess að leita fyrir sér um fé, áður landssjóður tekur greiðslur að sér. En ef þetta ætti að verða að lögum, sem hér er farið fram á, þá þarf ætið að hafa peninga fyrirliggjandi, til þess að geta gripið til þeirra hvenær sem er, — annað hvort í landssjóði sjálfum, eða í peningaforða í bankanum.

Háttv. framsögum. (B. gr.) skildi það ekki rétt, að eg vildi leggja það til að láta málið ganga til sérstakrar nefndar. Hitt sagði eg, að ef málið væri ekki einmitt að koma úr nefnd, þá hefði eg stungið upp á nefnd í það, til þess að laga það. Til þess væri nóg verkefni. Eg hefði jafnvel getað stutt tillögu um að setja milliþinganefnd til þess að athuga það, hvort ekki væri ástæða til að gerbreyta fyrirkomulagi Landsbankans og veðdeildar hans, til þess að koma honum í sem bezt horf. Mótbárur mínar gegn því, að gera bankann að landsómaga, eru eingöngu sprottnar af því, að eg álit slíkt óheppilegt bæði fyrir bankann og landssjóðin. Eg vil beggja hag.

Mig furðar satt að segja á því, að háttv. framsögum. (B. gr.) skuli dirfast að segja það, að framkoma mín beri vott um það, að mig skorti umhyggju fyrir bankanum, þó að eg vilji ekki tefla landinu og lánstrausti þess í fjárhagslega hættu til þess að halda honum uppi í því formi, að hann beri sig ekki sjálfur. Bankinn getur ekki átt meiri rétt á sér en landið sjálft, sem á hann. Allir hljóta að sjá það, að bankinn atendur og fellur með landinu, að landsins hagur er líka bankans hagur, eins og bankans hagur á að vera landsins hagur. Það verður að reyna að sjá svo um, að velja ekki þau úrræði bankanum til stuðnings, sem geti snúist honum til tjóns og foráttu. Og það er ekki ósennilegt, að það megi takast að finna eitthvert anneð fyrirkomulag, en þetta, sem nefndin hefir komið fram með, eitthvert fyrirkomulag, sem komið geti bankanum í gott horf, án þess að hann verði landinu til þyngsla. En leiðin til þess er áreiðanlega ekki sú, að bankastjórnin þurfi ekki annað en koma til þings og stjórnar og heimta peninga í sífellu, er hún svo geti dreift út eftir eigin geðþótta á ábyrgð landasjóðs og landsstjórnar. Það er varhugaverð pólitík, að leggja skattgjöld á gjaldendur landsins til þess að útvega útlánsfé handa hverjum er hafa vill, hvort heldur er til eyðslufjár eða fjárafla fyrir einstaka menn.