29.07.1913
Neðri deild: 21. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í C-deild Alþingistíðinda. (375)

76. mál, landssjóðsábyrgð á sparifé og innlánsfé Landsbankans

Pétur Jónsson:

Hvað því viðvíkur, sem eg sagði áðan um rekstrarkostnað Landsbankans, þá fullyrti eg ekki, að hækkunin væri ófyrirsynju. Eg gerði einungis samanburð á kostnaðinum eins og hann er nú og kostnaðinum eins og hann var fram að árinu 1909. Það ár tók eg ekki með, því að þá bættist við aukakostnaður við rannsóknarnefndargauraganginn, og eg gat ekki dregið þann sérstaka koatnað frá. Það má líka vel vera, að hann hafi eitthvað aukist að öðru leyti á því ári, og hefir máske Verið helzt til naumt til starfrækslunnar lagt áður.

Eg skal játa, að eg er ekki eins kunnugur Landabankanum og sjálfur gæzlustjórinn, háttv. þm. S.-Múl. (J. Ól.), en eg er honum þó svo kunnugur, að eg veit, að engum nýjum starfsgreinum hefir verið bætt við. Hitt má vel vera, að störfin hafi aukist eitthvað í hverri grein. En það veit eg, að umsetningin hefir ekki aukist til muna. Rekstrarkoatnaðurinn við Íslandsbanka er minni, og þó er umsetningin þar mikið meiri. En starfagreinarnar eru auðvitað færri þar. Mér dettur þess vegna í hug, að fyrirkomulagið á Landsbankanum geri það að verkum, að kostnaðurinn við rekstur hans sé óþarflega hár. Eg nefni þetta til þess að benda á, að á þetta mætti ef til vill hafa einhver áhrif bankanum til hagsmuna, meiri . hagsmuna ef til vill, en þó að hann losnaði við þá kvöð, að hafa standandi verðbréf til tryggingar fyrir sparisjóðnum. Eg hefði alls ekki verið á móti því, að þessi verðbréf væru leyst úr hafti, ef fé bankana hefði staðið í tryggilegri lánum, tryggilegri en ábyrgðarlán og víxillán geta verið yfirleitt. Undir þeim kringumstæðum hefði eg ekkert haft á móti að losa bankans að einhverju leyti undan verðbréfakvöðinni. En bankinn hefir aftur á móti nokkurn ágóða af því, að ávaxta töluverða fjárupphæð, mig minnir hátt upp í hálfa milíón.

Annars skal eg ekki fara fleiri orðum um þetta mál að þessu sinni.