05.07.1913
Neðri deild: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í C-deild Alþingistíðinda. (38)

8. mál, jarðamat

Ráðherrann (H. H):

Þetta frv. gefur að eins reglur fyrir því, hvern grundvöll eigi að hafa fyrir tilagning fasteignaskattsins.

Það er samið af millaþinganefndinni eins og hin frv. og hefir stjórnin ekki gert á því verulegar breytingar.

Helzta breytingin er, að hús, sem óviðkomandi menn hafa bygt í landi jarðeiganda, teljist ekki til þess sem hann eigi að gjalda af.

Það virðist ekki vera sanngjarnt, að jarðeigandi gjaldi skatt af annara eignum, einkum þar sem hann hefir eigi leyfi til að krefja leiguliða um nema nokkurn hluta Skattsins.

Það mun ekki verða mikið fé, sem landssjóði hlotnast í tekjuauka af fasteignaskattinum og tekjuskattinum nýja, þegar núverandi akattar dragast frá.

Mér telst svo til, að ágóðinn muni verða um 113–120 þúsund kr. á fjárhagstímabilinu.

En það sem mestu skiftir í þessu máli, er að meiri jöfnuður komist á, en áður hefir verið, að landslögin batna og verða meira samsvarandi nútímanum.