30.07.1913
Neðri deild: 22. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 524 í C-deild Alþingistíðinda. (391)

7. mál, fasteignaskattur

Framsögum. minni hl. (Kristínn Daníelsson):

Þegar eg stend upp, sem framsögumaður minni hlutans í þessu máli, þá verð eg að láta þá athugasemd ganga á undan, áður en eg hef mál mitt um sjálft frumvarpið, að við, sem undir minni hluta nefndarálitið höfum skrifað, lítum sínum augum hver á einstök atriði, og verð eg því að áskilja þeim rétt til þess að geta sérstakrar aðstöðu þeirra til þessara atriða. Þó snerta þau aðallega önnur frumv., sem hér eru á dagskrá í sambandi við þetta mál. En allir komumst við að einni aðalniðurstöðu, sem sé þeirri, að hvorki væri þjóðin enn þá nógu þroskuð né tíminn hentugur til þess, að slík frumvörp sem þessi yrðu að lögum nú.

Háttv. framsögumaður meiri hlutans sagði, að nefndarálit okkar væri mjög hógvært og vildi leiða út af því, að okkur væri það ekkert sérstakt kappsmál, að tillögur okkar í þessu máli næðu fram að ganga. Eg skal nú þegar geta þess, fyrir mitt leyti, og svo held eg og að megi segja um hina nefndarmennina, að jafnvel þótt eg geti skrifað undir stillilegt og hógvært nefndarálit, þá er mér það fullkomið kappsmál og hefir verið það síðan 1905, að tillögur skattanefndarinnar birtust fyrst, að sérstakt frumvarp um fasta akatta yrði ekki lagt fyrir alþingi og samþykt í nánustu framtíð. Eg held eg geti skírskotað til nefndarálits okkar, jafnvel þótt háttv. framsögum. meiri hl. hafi í reynt að veikja ástæður okkar. Og skal eg ekki neita því, að hann gerði það eins vel og hægt var, eins og hana var von og vísa. Þó að margt væri vel sagt hjá honum og sumt alveg rétt í ræðu hans, þá eru það ekki annað en ástæður á móti ástæðan, sem verður að meta, og eg hygg að okkar ástæður í verði, að vel yfirveguðu máli, fult eins þungar á metunum. Eg endurtek það, að eg er þess fullviss, að þjóðinni muni þykja þykja það nokkuð aðgöngufrekt, ef á nú strax að fara að leggja á hana nýja skatta, sem hún hefir ekki búist við. Það er ekki nema eitt ár síðan samþykt voru hér á þinginu lögin um vörutoll, sem eg veit að mörgum hefir sviðið sárt undan. Enda var það ekkert tiltökumál. Það er því að bæta gráu ofan á svart að vera að koma með þessi nýju lög ná, jafnvel þó svo kunni að vera, að hér sé farið fram á að koma skattamálunum í það horf, sem einhverntíma kunni að vera heppilegt. Hv. framsögum. mein hl. (Ól. Br.) gat þess, að þetta þyrfti ekki að koma mönnum svo mjög á óvart, þar sem þeir hefðu sjálfir á þingmálafundum farið fram á allrífleg fjárframlög úr landssjóði, sem hlyti þá að þurfa að bæta honum upp með auknum tekjum. En eg vil benda háttv. þm. á það, að þátt þingmálafundir fari fram á aukin fjárframlög, þá mun sjaldnast standa þar á baki sú meining, að byrðarnar á þjóðina séu auknar, heldur ber að líta svo á, að héruðin vilja á þingmálafundunum benda á sínar helztu þarfir og halda sínu sem helzt fram. Öðruvísi verða ekki þessar tillögur Iitið. Eg veit það líka með vissu, að þegar árið 1908 var litið mjög illa til þessara laga, þegar álit skattamálanefndarinnar kom, og það hafa mjög margir bæði þá og nú seinna beðið mig að sporna á móti framgangi þeirra.

Háttv. framsögum. meiri hl. (Ól. Br.) gat þess, að á þingmálafundum í kjördæmi mínu hefði ekki verið minst á þetta mál. Þingmálafundirnir voru flestir um garð gengnir, þegar það varð kunnugt að þetta mál kæmi fyrir þingið. Eg skal reyndar játa það, að á fundinum í Hafnarfirði var ekki minst á þetta. Hann var haldinn í hálfgerðu tímaleysi rétt fyrir þingbyrjun og við bárum málið ekki undir fundinn vegna þess, að við vorum þá ekki búnir að athuga það nógu ýtarlega.

Á öðrum fundi uppi í Kjós beiddu bændur okkur um að reyna að sporna við því að fasteignaskattalög gengju í gildi á þessu þingi. Það er að vísu mjög algengt að hugsa ilt til nýrra skatta, og það er sízt að furða, því að fjöldi landsmanna á erfitt uppdráttar og margir eiga bágt með að afla sér skildinga í opinbera skatta. En hvað sem sagt kann að vera á þingmálafundum, þá er það einusinni svo, að beinu skattarnir eru óvinsælli en óbeinu skattarnir. Háttv. framsögumaður meiri hl. sagðist hvergi hafa séð þessu máli andæft í þingmálafundargjörðum, en það er vafalaust af því að fundirnir hafa verið haldnir áður en það var kunnugt að það kæmi fram á þessu þingi. Það gæti verið rétt að leggja á nýja skatta, et samfara væri lagað fyrirkomulag skattanna. En það ætti aldrei að leggja á skatta, nema þess sé brýn þörf og þjóðinni sé gerð ljós þörfin, svo að henni verði ljúft að ganga undir þá, og jafnframt séð um að skattarnir leggist ekki ósanngjarnlega þungt á einstaka menn. Þegar spurt er um, hvort slík skilyrði séu fyrir hendi, svo að skella beri skolleyrum við mögli og kröfum landsmanna, þá hygg eg að tilefnið sé ekki nægilegt til að leggja á nýja skatta. Að því er snertir að laga fyrirkomulagið, þá skal eg ekki neita því, að það getur verið rétt á sínum tíma. Það er þó ját,að, að núverandi skattafyrirkomulag sé gott og allvinsælt, svo að ekki ríður enn á að hverfa frá því, fyrri en brýn þörf er fyrir hendi og þjóðin skilur þörfina og óskar breytingarinnar. Slík brýn þörf er nú ekki fyrir hendi, þar sem fjárlögin liggja nú fyrir með 75,000 króna tekjuafgangi, sem að vísu er þannig undir kominn, að reikna mætti 40,000 kr. tekjuhalla; en alt um það er sá tekjuhalli óverulegur og ekki næg ástæða til að auka skattana. Sjálfsagt hækka reyndar gjöldin við meðferð þingsins á fjárlögunum, en að sjálfsögðu fara tekjurnar líka fram úr áætlun. Hingað til hefir það verið svo, þó að 1/2 milj. kr. tekjuhalli hafi verið áætlaður í fjárlögunum, þá hefir hann reynst enginn. Það er heldur ekki bein nauðsyn að viðlagasjóður vaxi og haldi áfram að vera nokkurs konar lánsstofnun, heldur ætti að gera lánsstofnun landsins færa um að fullnægja þörfum landsmanna. En þegar við það, að lögin koma mönnum óvörum og þeirra er ekki brýn þörf, bætist, að þau koma þungt niður á einstaka menn, þá finst mér niðurstaðan auðgefin. Og það mundu fasteignaskattslögin gera, þau mundu koma þungt niður á einstaka menn, einkum fyrir það, að veðskuldir ekki dragast frá, og verð eg að telja það alófært.

Það kann að vera, að sé ekki skattur látinn hvíla á öllum fasteignum án tillits til veðskulda, þá sé það ekki hreinn og beinn fasteignaskattur, en það yrði þá heldur að vera svo. Eg verð að telja þennan tíma sérstaklega óheppilegan til að leggja slíka kvöð á. Menn eru nú mikið að reyna til að eignast jarðir sínar og eru hvattir til þess með því að þjóðjarðir eru hafðar meira á boðstólum en áður hefir verið. Vana leiðin til að eignast jarðirnar er að setja þær í veðdeild, svo að þegar hvílir nú á þeim skattur, sem yrði tvöfaldur ef þetta kæmist á, og þrefaldur ef þar við bættist, að sami maðurinn yrði líka að borga tekjuskatt af afnotum jarðarinnar. Sama er að segja, þegar til húsanna kemur. Kaupstaðirnir stækka alstaðar og eru í þeim árlega meiri og minni húsabyggingar. Á fjölda þessara húsa hvíla þegar þungar byrðar. Þau eru veðsett kaupmönnum, bönkum og sparisjóðum, og þar við á svo að bætast þessi skattur, sem eg hygg að leggist nokkuð þungt á húseigendur í kaupstöðum. Og hér eiga ekki að eins hlut að máli efnaðir menn, sem munar lítið um, hvort þeir borga einni krónunni meiri skatt eða minni. Sumir þeirra, sem hafa bygt stærri hús í skuld, hafa máske eitthvað handa í milli, en meiri hlutinn eru fátækir þurrabúðarmenn. Þetta er því verra fyrir það, að samkvæmt 4. brt. nefndarinnar á þgskj. 180 er ekki ætlast til að 300 kr. Virði sé undanskilið því að greiða skatt. Eg verð að telja það ótækt að ekkert lágmark sé sett fyrir skattgreiðslunni. — Hér skal eg leyfa mér að draga enn fram eitt atriði, þótt ekki sé það alment, og snerti mig og mína stétt. Það er þar sem prestar taka svokallaðar heimatekjur af prestssetri og hjáleigum. Þessar eignir eru oft virtar nokkuð hátt og því talsvert hár skattur á þeim. Eg skal taka til dæmis það sem næst mér er, eg verð að greiða 40–50 kr. skatt af þeim. Eg verð að segja, þó að eg og mínir stéttarbræður eigi í hlut, að þetta er engin sanngirni. Úr þessu vildi nefndin bæta með því í 2. gr. tekjuskattalaganna að sleppa úr skattskyldu á tekjum af landsskuld af leigujörð. En sú lækkun á tekjuakatti vegur ekki móti fasteignarskatti af virðingarupphæðinni. Eg bið afsökunar á að eg tala um þetta, sem kemur við mín eigin kaun.

Þá kem eg að því atriði, sem eg skal vera stuttorður um, og leyfi mér að vísa til nefndarálitsins, þótt það sé líka autt. Það eru erfiðleikarnir á skipun inna nýju skattanefnda og á starfi þeirra. Við það verður mikið umstang og erfiði Menn mundu verða misjafnlega hæfir í nefndunum og af því gæti aftur leitt töluvert misrétti. Háttv. framsögum. meiri hlutana (Ól. Br.) vildi mæla þessu bót með því, að menn yrðu að gera áætlanir af búum sínum. Menn eru fremur skamt á veg komnir í því og þyrftu fyrst að læra betur að gera búreikninga, og eg vildi spyrja, hvort ekki væri betra að æfing í því gengi á undan? Eg á hér einkum við starfið eftir tekjuskattslögunum, þótt ekki séu þau sérstaklega til umræðu. Sumstaðar, t. d. í Reykjavík, þar sem völ er á hæfari mönnum, mundi tekjuframtalið verða nákvæmara, tíndur til hver eyrir, sem greiða ætti skatt af, en víða annarstaðar er hætt við að á því yrði undandráttur. Mér finst þurfa að líta á alt þetta og bera saman við árangurinn, hvort hann sé fyrirhöfninni tilsvarandi. Og þegar hann er ekki meiri en svo, að hann getur tæpast bætt úr neinni brýnni þörf, og hægt væri að afla álíkra tekna með aðgengilegra og auðveldara fyrirkomulagi, þá liggur ályktun af því beint fyrir.

Eg skal svo fara að enda mál mitt að sinni. Eg sé að menn eru farnir að þreytast. Eg verð þó að minna á eitt, sem hátv. framsm. (Ól. Br.) sagði, þó að það sé út úr sambandinu, þar sem hann gat um víðvíkjandi fasteignarskattinum, að menn þyrftu að borga ábúðarskatt eftir hundraðaframtali, sem nú á að falla burt. En þess ber að gæta, að ábúðarskatturinn núgildandi er í rauninni ekkert annað en tekjuskattur á afnotum jarðarinnar.

Um einstök atriði eða greinar frumvarpsins hefi eg ekkert að segja. Eg vil að eins lýsa yfir því, að eg mun greiða atkvæði móti 4. breyt.till. nefndarinnar, að burt falli úr undantekningum 300 kr. eign. Og fyrir hönd minni hlutans skal eg lýsa yfir því, að við munum að öðru leyti greiða atkv. með breyt.till. nefndarinnar, en móti einstökum greinum frumvarpsins og að frumvarpið fari lengra. Hyggjumst vér með því ekki vinna fjárhag landsins skaða, en gera mest að vilja landsmanna.