01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 644 í C-deild Alþingistíðinda. (444)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Bjarni Jónsson:

Eg ætlaði að eins að gera örstutta athugasemd. Sumir hafa haldið því fram, að rétt hafi verið að kalla ekki þá menn á fundinn, sem menn þóttust vita um, að segja mundu »nei« við hvaða boðum, sem »hann kæmi með«, eins og háttv. síðasti ræðumaður komst að orði. Mér finst þá sjálfsagt að rétt hefði verið að undanskilja líka þá menn, sem víst var um að segja mundu »já« við hverju sem »hann kæmi með«. Ef það hefði verið gert, hefði liðurinn, sem um er að ræða, orðið svo lítill, að ekki væri ástæða til að fárast um fjárhæðina; reyndar er það heldur ekki gert nú.

Að öðru leyti skal eg ekki ræða þetta meir, en vildi að eins taka fram, að úr því að hæstv. ráðherra ekki kvaddi til andstæðinga sína, hefði hann heldar ekki átt að kveðja þá til fundar, sem víst var um, að segja mundu »já«. Eg vil ekki þar með segja, að háttv. þm., sá er síðast talaði, sé einn af þeim.