01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í C-deild Alþingistíðinda. (456)

82. mál, sala hjáleigunnar Mosfellsbringna í Mosfellssveit

Flutningsm. (Björn Kristjánsson):

Mér virðist ekki nokkur ástæða til annars en að selja jörðina; mér virðist ekkert mæla móti því Í raun og veru skipa þjóðjarða og kirkjujarðasölulögin stjórninni að selja jarðirnar þegar þau atriði eru ekki til fyrirstöðu, sem hindrað geti söluna, og talin eru upp í lögunum. Hitt er annað mát, að stjórnin getur sett þau skilyrði og það verð á jörðina, sem hún vill fyrir sölunni. Meðan þessi lög eru í gildi, ber stjórninni að selja jarðirnar þegar salan riður á engan hátt í bág við þjóðjarðasölulögin. Annars geta menn orðið fyrir inu mesta misrétti.