01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í C-deild Alþingistíðinda. (460)

83. mál, síldarleifar

Guðmundur Eggerz:

Eg stend að eins upp til þess að benda á, að mér þykir þetta óþarft frumv. Þetta mál heyrir undir heilbrigðismál að nokkru leyti, og sama sem frumvarpið fer fram á, fengist, ef heilbrigðissamþykt væri samin og henni framfylgt.

Með leyfi hæstv. forseta vil eg lesa hér upp grein úr lögum um heilbrigðissamþyktir. Þar segir svo:

»Fyrir kaupstaði, verzlunarstaði, sem eru hreppar út af fyrir sig, og önnur hreppsfélög má gera heilbrigðissamþyktir«.

Ef nú heilbrigðissamþyktir ekki eru til fyrir þessa hreppa, sem hlut eiga að máli, má semja þær, og ef þeim er svo framfylgt, þá fæst það sama sem með þessum lögum. Á þetta vildi eg benda háttv, deild.