01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 662 í C-deild Alþingistíðinda. (472)

80. mál, gjafasjóður Jóns Sigurðssonar

Ráðherrann (H. H.):

Eg vildi að eins taka það fram, að eg er í engum vafa um, að löggjafarvaldið getur sett lög um þetta efni. Geti »administrationin« það líka, þá er hitt enn viss ara, að þingið getur það. Það er að ýmsu leyti umsvifameira að breyta reglugerðinni og senda hana siðan til konungastaðfestingar, heldur en að fara þessa leiðina. Eg álit rétt að verða við þessari ósk. Hún er fullkomlega í samræmi við vilja gefandans. Ef hann hefði lifað nú, mundi hann ekki hafa orðað gjafabréfið eina og gert er, eftir þeim kringumstæðum sem nú eru.

Eg sé enga ástæðu til að setja málið í nefnd.