01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í C-deild Alþingistíðinda. (475)

80. mál, gjafasjóður Jóns Sigurðssonar

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg tek ekki til máls fyrir það, að eg hafi ið minsta á móti efni frumvarpsins. Eg vildi að eins ámæla háttv. flutnm. (St. St.) fyrir það, að koma með þetta mál hingað inn á Alþingi, því að það er ekki til annars en að eyða tíma þingsins. Þetta er konungsúrskurður, sem má breyta og á að breyta með konungsúrskurði. Eg heyrði, að stjórnin er fús til að gera þetta, enda ætti það ekki sízt að vera áhugamál þingmanni Eyfirðinga að fá þessu framgengt. Þingmenn hafa nóg að gera, þó að þeir eyði ekki tímanum við það sem ekki þarf að gera.