01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í C-deild Alþingistíðinda. (477)

80. mál, gjafasjóður Jóns Sigurðssonar

Kristinn Daníelsson:

Það er að eins örstutt athugasemd. Eg vil leyfa mér að styðja það að málið verði sett í nefnd. Ekki fyrir það, að málið sé ekki nokkurn veginn ljóst, heldur finst mér alt af varhugavert að breyta síðasta vilja manna í dánargjöfum. Það getur skapað ilt fordæmi ef þessu verður flaustrað af. Eg er á annari skoðun en háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. Ól.) að málið sé ófyrirsynju komið inn á þingið, eg álít þvert á móti aldrei of Varlega farið, þegar verið er að breyta síðasta vilja látinna manna.