01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í C-deild Alþingistíðinda. (478)

80. mál, gjafasjóður Jóns Sigurðssonar

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Það er út af því sem háttv. flutn.m. (St. St.) sagði siðast, að eg tek til máls. Eg tók grant eftir orðum hæstv. ráðherra, og hann sagði, að hægt væri að breyta gjafabréfi með konungsúrskurði. (Lárus H. Bjarnason: Það er líka nýtt fordæmi fyrir því. Gjafabréfi Hannesar heitins Árnasonar var breytt þannig).