04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 684 í C-deild Alþingistíðinda. (485)

7. mál, fasteignaskattur

Lárus H. Bjarnason:

Það voru nokkur orð út af ræðu hæstv, ráðherra, sem eg vildi sagt hafa.

Eg skal ekki fara að karpa um það við hann, hvort eg sé hér með eða móti kjósendum mínum. Eg skammast mín ekkert fyrir það, að vera með þeim, sérstaklega þegar eg veit að eg er um leið að vinna fyrir hagamuni mikils meiri hluta landamanna, sérstaklega allra þeirra, sem við sjóinn búa.

Hann sagði, hæstv. ráðherra, að eg hefði munað eftir þessum frumvörpum 1912, og talið þau betri, en kolaeinokunina. Og eg kannast fúslega við það, enn sem áður, að eg álít þessi frumv. miklu betri en kolaeinokunina og líka betri en vörutollinn. En enginn segir að þau séu þar fyrir góð, eða tiltækileg nú sem stendur, allra sízt nú er hæstv. ráðherra hefir játað það hvað eftir annað, að fjárhagur landssjóðs sé góður, svo að eg sé enga mótsögn í þessu.

Þá sagði hann, að enginn bæði fátæklinga að liggja með lóðir, þeir gætu selt þær, og að frumv. miðaði að því, að einstakir lóðaspekúlantar sleppi ekki undan sanngjörnum skatti. En hvorug þessara ástæðna á við rök að styðjast. Fátæklingarnir mega alls ekki missa lóðarblettina sína. Þeir mega eðlilega fyrst og fremst ekki missa það, sem húskofarnir þeirra standa á, og heldur ekki það sem um fram er. Þeir nota blettina kringum bústaði sina annaðhvort undir matjurtagarða eða stakkstæði, og á þeim lifa þeir að nokkru leyti. Það býr t. d. tómthúsmaður nálægt mér, sem hefir unnið sér inn marga tugi króna með því, að þurka fisk á grjótgarði, sem hann á ekki sjálfur. Svona verða þeir að nota plássið. Aðrir hafa haft marga tugi, einstaka maður jafnvel hundruð króna upp úr því, að rækta gulrófur og þess háttar á þessum blettum.

Hitt er heldur ekki nægileg ástæða frumv. til framgangs, að það mundi varna því, að menn lægju árum saman með dýrmætar skattfrjálsar lóðir. Þetta er ónýt ástæða, þegar af þeirri ástæðu, að slíkar lóðir eru ekki til hér í Rvík og þá eðlilega því síður annarstaðar. Eg þekki ekki nema eina dýra lóð ónotaða í innbænum. Hún hefir engan arð af sér gefið árum saman og koatar þó ekki yfir 10,000 kr. Við slík einsdæmi verður heill lagabálkur ekki miðaður, enda gæfi hún ekki af sér nema 20 kr. skatt, þó að í hana næðist.

Þá sagði hæstv. ráðherra, að dæmið um sveitabóndann hefði verið akakt hjá mér, af því að eg hefði slept tekjuskattinum, sem á honum hvíldi eftir gildandi lögum, en hann lét þess ógetið, að fyrst og fremst er ekki vant að heimta skatt af þeim, sem búa á sjálfs sin eign, og hins, að eg slepti að telja til skatts samkv. frv. allar tekjur af ítökum, hlunnindum, þurrabúðum og grasbýlum og mundi skattur af slíkum tekjum jafnast Við tekjuskatt eða réttara sagt eignaskatt af ábýlisjörð Skattþegns, þótt heimtur væri Samkv . gildandi lögum. (Ráðherrann: Misskilningur!). Misskilningurinn er þá hjá hæstv. ráðh., en ekki mér.

Hæstv. ráðherra taldi hag landssjóðs voða búinn sökum fjárveitinga til Landsbankans. Þær fjárveitingar eru ekki samþ. enn þá hér í deildinni, og þegar af þeirri ástæðu þarf ekki að standa mikill beygur af þeim, enda á hv. Ed. eftir að fjalla um Landsbankafrumvarpið. Þar við bætist, að Skattanefndin áætlar vörugjaldið 100,000 kr. hærra á ári en stjórnin gerir í fjárlagafrv. sínu. Loks þarf landssjóður ekki að kosta neinu til tryggingar sparisjóðsinnstæðu Landsbankans, þó að til komi, svo að ekki þarf neinar skattaaukningar vegna þess. Almenningur væri ekkert hræddur við bankastjórnina, þegar landið stæði á bak við ið eina, sem þá væri að óttast, væru náttúruöflin, eldur, flóð eða þess háttar, en skærust þau í leikinn, mundi landssjóður verða að hlaupa undir bagga hvort sem er.

Um ofsann, sem hæstv. ráðherra brá mér um, ætla eg að láta aðra dæma, en okkur. Eg þykist hafa rökrætt málið stillilega, en hitt fann eg, að honum rennur nú jafnheitt blóðið til skyldunnar, eins og á dögunum, þegar hann var að berjast — eða réttara sagt láta berjast — fyrir launafrumvörpunum sálugu, enda vita allir, að skattafrumv. voru tekin upp vegna launafrumvarpanna, en nú eru þau úr Sögunni og þetta frumv. ætti að fara sömu leið, fullkomin óþarfi að senda þau til háttv. Ed., enda tæpast undir henni eigandi um það. Það er að vísu gott, að hafa nóg fé milli handanna, en til eru þeir ráðsmenn, sem eru fullfrekir til fjárframlaga, þegar af nógu er að taka. Og eg gæti búist við því, að frumvarpið drægi ekki úr framlögugirni stjórnarinnar.