04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í C-deild Alþingistíðinda. (492)

7. mál, fasteignaskattur

Tryggvi Bjarnason:

Eg gat þess við 2. umr. þessa máls, að eg álíti það svo mikils virði, að nauðsynlegt væri að þetta þing hefði það til rækilegrar meðferðar, þó mér eigi sýndist nauðsynlegt að það yrði afgreitt nú þegar.

Nú þykist eg hafa fengið fulla vissu fyrir að frumvarpið muni ekki komast óbreytt í gegn um Ed., og mun eg því greiða atkvæði með því nú, til þess að það nái að verða undirbúið í báðum deildum. Það var að eins þetta, sem eg vildi taka fram, svo menn skilji, hvers vegna eg greiði atkvæði með frumvarpinu.

Háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) sagði, að einn háttv. þm. í Ed. hefði sagt sér, að frumvarpið mundi ná að ganga fram þar í deildinni. Vil eg biðja háttv. 1. þm. Rvk. að segja, hver þetta var. (Lárus H. Bjarnason: Það var þm. Ísf. (Sig. St.). Þingmaður Ísfirðinga segir mér að hann hafi aldrei talað þetta, sem 1. þm. Rvk. hefir eftir honum.