04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 699 í C-deild Alþingistíðinda. (493)

7. mál, fasteignaskattur

Jón Magnússon:

Það er rétt, sem háttv. 1. þm. S.-MÚI. (J. Ól.) sagði, að breytingartill. á þgskj. 260 var ekki borin undir nefndina. Við flutningamenn hennar álitum bana svo meinlausa, að þess væri engin þörf.

Vitanlega getur breytingartill. ekki haft neina þýðing fyrir málið í heild sinni. Breytingartill. hefir engin áhrif á aðstöðu annara presta en þeirra, er ekki eru komnir undir launalögin. Þar sem in nýju launalög eru komin á, er enginn efi á því, að prestlaunasjóður telst í þessu Sambandi eigandi viðkomandi prestsseturs og kirkjujarða. En þar sem in nýju launalög eru ekki komin á, þar verða víst ekki aðrir taldir eigendur í þessu sambandi en prestarnir. Á þessa presta kæmi því skatturinn ósanngjarnlega niður, einkum ef margar kirkjujarðir fylgja brauðinu.

Það eigi rétt, sem háttv. 1. þm. S.Múl. (J. Ól.) sagði, að við flutningsmenn breytingatill. höfum meðan nefndin starfaði, verið samþykkir ákvæðinu um, að prestar skyldu borga skatt af kirkjujörðum. Það var einmitt gert ráð fyrir því í nefndinni að prestum yrði veitt einhver uppbót fyrir það.

Eg játa, að það var máske ekki allskostar rétt hjá okkur háttv. skrifara nefndarinnar, að bera ekki tillöguna undir nefndina.

Því vil eg leyfa mér að taka tillöguna aftur.