04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 701 í C-deild Alþingistíðinda. (498)

7. mál, fasteignaskattur

Ráðherrann (H.H.):

Eg skil ekki, hvernig háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. Ól.) getur álitið það nokkra tryggingu fyrir, að þetta frv. nái að ganga fram, að eg greiði atkvæði með því, eins og bilið er þó oft að lýsa yfir því á þessu þingi, að eg hafi ekki fylgi til að koma neinu máli í gegn. (Jón Ólafsson: Með aðstoð minni og annara!). Það er auðséð, að háttv. síðasti ræðum. ætlar að ganga frá því, sem hann hefir samþykt. (Sigurður Sigurðsson: Það vita allir). Get eg ekki verið að eyða orðum við menn, sem haga atkvæði sínu þannig.