04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 704 í C-deild Alþingistíðinda. (510)

13. mál, vörutollur

Framsögum. (Bjarni Jónsson):

Eg skal reyna að vera stuttorður. Menn geta séð í tillögum nefndarinnar flest, sem eg hefi um þetta mál að segja. Það var erfitt verk, sem nefndinni var falið að inna af hendi, að gera vit úr vitleysu og lagfæra vörutollslögin sælu, sem hitta í blindni alt Sem þau drepa á. Eg hefi altaf verið fylgjandi hundraðsgjaldi af vörum, eftir verði, mér finst; það auka sanngirnina, eða öllu heldur minka ósanngirnina.

Nefndin hefir ráðfært sig við menn, Sem vit hafa á þessu máli, og komið sér Saman um að fella úr 2. lið brtill. svo að enginn pappír verði tollskyldur. Henni fanst lítt sæma, að leggja toll á íslenzkar bækur, en láta útlendar bækur vera tollfrjálsar. Nefndinni þótti sem það væri sama sem að níða niður innlendan iðnað.

Annars hefi eg ekki meira að taka fram; till. sýna sig sjálfar.