04.08.1913
Neðri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 712 í C-deild Alþingistíðinda. (524)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Guðmundur Eggerz:

Eg stend upp til að styðja það, að nefnd sé valin í þetta mál. Sú ástæða liggur til þess, að von er á þingsályktunartillögu í þá átt, að stjórnin hlutist til um atkvæðagreiðslu um afnám bannlaganna. Þessa tillögu ætti nefndin að athuga í sambandi við þetta frumv. Ef nú tillagan til þingsályktunar yrði samþykt hér, þá býst eg við, að svo fari, að bannið verði afnumið aftur, að þjóðin sýni það með atkv.gr. sinni, að hún er þeim andvíg, og þykir þá engin þörf á þessu frumv.