05.08.1913
Neðri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í C-deild Alþingistíðinda. (534)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Ráðherrann (H. H):

Eg Vil að eins leiða athygli manna að því, að hér er um sérstaka samþykt að ræða, sem fellur undir lög frá l4. Des. 1877 um fiskveiðar á opnum bátum. Þar stendur í 3. gr.

»Nú er kaupstaður innan takmarka héraða, þess sem samþykt á að ná yfir, og ganga þá 3 menn, er bæjarstjórnin til þess kýs úr sínum flokki, inn í sýslunefndina, ávalt þegar ræða skal um samþyktir, þær er lög þessi hljóða um«.

Eftir þessu þarf því að fella burtu 1. gr. frumv. og bæta inn ákvæði um það að bæjarstjórn Akureyrar geti átt hlut í að semja þessar reglur. Vona eg, að deildin athugi þetta til 3. umr.