05.08.1913
Neðri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 736 í C-deild Alþingistíðinda. (544)

50. mál, vegir

Pétur Jónsson:

Eg sé ekki betur en að þetta frumv komi í bága við tilgang eða aðalstefnu vegalaganna. Því að með því að Samþykkja frumvarpið eru teknar opnar dyr fyrir því, að margfalt fleiri vegum verði skelt á landssjóðinn en heppilegt er, að minsta kosti á meðan hann er ekki kominn lengra áleiðis með sína eigin vegi. Landssjóður hefir líka veitt meiri og minni styrk til sýsluvega og jafnvel til hreppavega í inum stærri hreppum og þá sérstaklega til þess héraðs, sem hér á hlut að máli.

Það er ekki hægt að mótmæla því, að enn hafa vegalögin ekki lagt landssjóði á herðar aðra þjóðvegi, en þá sem tengja rakleitt saman landsfjórðunga eða að minsta kosti fleiri sýslur. Akbrautirnar eða flutningabrautirnar, sem kallaðar eru, hafa ávalt verið miðaðar við þann tilgang, að létta vöruflutninga frá hafnaretað og upp til sveita. Það er því á móti tilgangi laganna að taka því vegi upp á landssjóð, sem liggja á milli staða innan héraðs, sem tengdir eru saman með góðum skipaferðum styrktum af landssjóði.

Af þessum ástæðum verð eg að vera. á móti frumvarpinu. Það getur meir en verið, að þau sýslufélög, sem hér um ræðir, verði sérstaklega hart úti um umræddan vegkafla, þar sem svo stórir kaupstaðir liggja hvor við sinn enda vegarins. En þó, væri sanngjarnara að fara fram á, að kaupstaðirnir legðu meira til vegarins en beinlínis heyrir undir þeirra landssvæði. Það væri nær að fara fram á einhverja breytingu í þá átt, að kaupstaðir væru eigi alveg og ófyrirsynju lausir við alla skyldu gagnvart vegum héraðanna, því að vegirnir eru engu síður vegna kaupstaðarbúa en annara landsmanna.