05.08.1913
Neðri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 741 í C-deild Alþingistíðinda. (548)

50. mál, vegir

Ráðherrann (H.H.):

Eg vildi að eins láta í ljós, að mér virðist br.till. á þgskj. 209, að gera veginn frá Höskuldstöðum í Laxárdal í Dalasýslu til Lagalækjar að akfærum þjóðvegi, ekki vera í fullu samræmi við vegalögin. Lögin gera ráð fyrir, að á þjóðvegum séu svo bættar torfærur með vegaruðningi og brúargerð, að þeir séu greiðir yfirferðar, og í næstu grein þar á eftir er heimild til landstjórnarinnar, að hún geti gert þjóðvegi akfæra, ef hlutaðeigandi sýslufélag leggur eitthvað að mörkum til vegagerðarinnar. Mér finst því réttara af háttv. þm. Dal. (B. J.), að ráða kjósendum sínum til að bjóða fram fé til þess að fá veginn akfæran, heldur en að leggja áherzlu á, að ákveðið verði með lögum að gera hann að eins konar flutningabraut. (Bjarni Jónsson: Vill stjórnin þá ekki koma fram með br.till. í þá átt?) Nei. Mér er illa við ef farið verður að grauta í vegalögunum, og þess vegna er eg ekkert hrifinn af sjálfu frumv., þó að eg játi, að það hefir við nokkra sanngirni að styðjast. Það mætti veita fé í þessu skyni á fjárlögunum, án þess að þurfa að breyta vegalögunum til þess.