05.07.1913
Neðri deild: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í C-deild Alþingistíðinda. (55)

14. mál, vitagjald

Valtýr Guðmundsson:

Eg hefi lesið hér í athugasemdum við frv.ið um bréfaskifti, sem farið hafa í þessu máli milli stjórnarinnar hér og brezku stjórnarinnar um niðurfærslu á vitagjaldi fyrir brezk fiskiskip, og vildi eg leyfa mér að spyrja hæstv. ráðherra (H. H.), hvort þingmenn geti fengið að sjá bréf þessi, eða fengið skýringar um, hverjar þær tilslakanir eru, sem farið hefir verið fram á við Breta, en þeir ekki viljað ganga inn á.

Það gæti verið þægilegt til að átta sig á málinu, að fá upplýsingar um þetta.