05.08.1913
Neðri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 756 í C-deild Alþingistíðinda. (565)

95. mál, málskostnaður

Flutningsm. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Þetta litla frumvarp er ekki samið af mér, heldur málaflutningsmanni einum hér við yfirdóminn, samkvæmt beiðni minni. Ástæðan fyrir því er sú, að þegar menn fara í mál, er málskostnaður dæmdur svo lágur, að ekki nemur nema litlum hluta ins sanna málskostnaðar. Þetta er ranglæti, en virðist vera orðið föst dómavenja — svo föst, að ekki er von til að henni verði , breytt, nema með lögum. Það gæti ef til vill verið ástæða til að fara lengra og dæma málskostnað í sumum tilfellum, þótt ekki séu allar kröfur teknar til greina eða aðili al-sýknaður. En mér þótti hlýða að hafa frumvarpið ekki yfirgripsmeira en þetta. Það sjá allir, að það er ófært að þurfa að vinna það til að reka réttar síns, að kosta einatt miklu meiru til en sakarefnið nemur, eða að verða lögsóttur og verða alsýknaður, en fá þó ekki full goldinn málskostnað. Úr þessuá frumvarpið að bæta. Orðin »að skaðlausu« tákna dóm eftir reikningum, sem dómarar meta sanngjarna.

Eg vona, að frumvarpið fái gott fylgi, sakir þess að það er á góðum rökum bygt.

Ekki sting eg upp á nefnd, en ef mönnum þykir þörf á nefnd, skal eg ekki amast við því.