05.08.1913
Neðri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 776 í C-deild Alþingistíðinda. (588)

58. mál, hvalveiðamenn

Matthías Ólafsson:

Mér var engin þörf á að heira háttv. framaögum., eg var búinn að heyra nóg til hans í nefndinni, en eg vildi gjarnan heyra álit annara lögfræðinga, því að eins og kunnugt er, kemur þeim ekki ævinlega saman. Hann kom með dæmi um vínsölumennina, að engum hefði dottið í hug að þeir fengju skaðabætur. Það er sama um þá eina og Norðmennina, þeir hafa ekki krafist neinna skaðabóta, en eg efast um að þeir ekki geti það. Eg heyrði ekki betur, þegar talað var um kolaeinokunina, en að því væri haldið fram, að kolakaupmenn gætu farið í mál við landið og heimtað skaðabætur.

Eg skal taka annað dæmi, mjög einfalt og óbrotið: Ef piltur, sem frá barnæsku hefir unnið við verzlun og aldrei lært sannað en að afhenda vörur í búð, og getur ekki unnið fyrir sér með öðrum hætti, et hann er sviftur atvinnu sinni, þá er það sama sem að honum sé fleygt út á klakann.

Eg held því enn fast fram, að það sé vafasamt, hvort landssjóður yrði ekki dæmdur til að borga hvalveiðamönnunum skaðabætur ef þeir krefðust þess.