07.07.1913
Neðri deild: 5. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í C-deild Alþingistíðinda. (59)

15. mál, laun íslenskra embættismanna

Guðmundur Eggerz:

Hæstv. ráðherra (H. H.) hefir aðallega stutt þetta frumv. sitt um launahækkun embættismanna með því að skírskota til þess, hvað venja sé í nágrannalöndunum í þessu efni. Það skilst mér ekki að geti vegið svo þungt á metunum, að það sanni mál hæstv. ráðherra, Vegna þess að þar hagar alt öðruvís til. Nágrannalöndin hafa miklu meira fé til þess að taka af og eru fjölmennari og ekki eina strjálbygð, þurfa þess vegna ekki að hafa eins marga embættismenn í samanburði við fólksfjöldann, og munar þar af leiðandi minna um en okkur að launa smáembættismönnum betur. Mér skilst, ef öll launa- og launaviðbótarfrumv., sem fram hafa verið lögð fyrir þingið, ná samþykki þess, þá muni það hafa í för með sér aukin útgjöld á árunum 1914–15 sem numi ca,. 35 þús. kr.

Þetta er ekki alllítil upphæð, en frv: verður að skoða í nánu sambandi við allan fjárhag landsins. Mér er því spurn: Er hann svo glæsilegur, að vert sé að ráðast í þessi — auknu útgjöld?

Hæstv. ráðherra skýrði okkur frá því við byrjun 1. umr. fjárlaganna, að í raun og veru væri á fjárlagafrv. tekjuhalli, 41 þús. kr., þótt afgangur væri á pappírnum. En eftir venjunni minkar tekjuhallinn ekki við göngu fjárlagafrumvarpsins gegn um deildirnar, nema því að eins að þingmenn þá bregði út af venjunni og stryki út af fjárlögunum ýmsar upphæðir, sem bæði mér og mörgum öðrum þykja óþarfar.

En að nú þegar er tekjuhalli í raun og Veru á fjárlagafrumv. stjórnarinnar, er mér bending um það, að fara Verður sérstaklega varlega í sakirnar á þessu þingi, einkum þegar þess er gætt, að almenningur mun nú hafa fengið meira en nóg af gjaldaálögum seinustu þinga. Hann rís ekki undir meiru. Þær munu teljandi þær vörutegundir, sem ekki er lagður meiri eða minni tollur á, og auk þess er lagt útflutningsgjald á allar sjávarafurðir. Hvar á að pína út nýjar tekjur? En til aukinna útgjalda þurfa auðvitað auknar tekjur.

Enn er mér kunnugt um það, að flest munu hafa vænst þess af þessu þingi, að það sneri sér aðallega að atvinnu og fjármálum landsins. Er þetta þá leiðin, sem stjórn og alþingi ætlar að fara til þess að greiða úr fjárhagalegum vandræðum þjóðarinnar, að bæta 30–40 þús. kr. Við útgjöldin til embættislauna. Eg hygg að þetta yrðu vonbrigði fyrir marga, ekki sízt þar sem illa hefir árað undanfarið, t. d. algert fiskleysi fyrir öllu Austurlandi og því fullvissa um, að þetta ár muni afarerfitt verða fátækum sjómönnum.

Þá þykir mér það athugavert, hve afarmikill munur er gerður á hækkun launa æðri og lægri embættiamanna. Samkvæmt þessu frumv. á að hækka laun byskups um 1500 kr. — en hér liggur líka fyrir annað frv. um laun hreppstjóra. Samkvæmt því verða laun þeirra hækkuð um 6 kr. Satt að segja hefði mér ekki þótt ósanngjarnt þótt hreppstjórinn fengi 50 aura hækkun á móti 100 kr. hækkun hjá byskup. Þá fengi hreppstjórinn þó kr. 7,50 meira. Raunar veit eg að mikill munur er á byskups- og hreppstjórastöðunni. Eg ætla mér ekki að fara út í stöðu samanburð, en að eins benda á þennan stóra mismun — að byskupalausir getum við mæta vel verið, en með engu móti hreppstjóralausir.

Eins og hæstv. ráðherra (H. H.) tók fram, þá eru það aðallega laun embættismanna hér í Reykjavík, sem talað er um að hækka. Verði frumvarpið samþykt þá getur afleiðingin orðið sú, að á eftir verður hugsað um aðra embættismenn, sem nú hafa gleymst. T.d. væri ekki síður þörf á að hækka laun lækna og presta. Læknar upp til sveita munu fæstir hafa meiri praxís en ca. 1000 kr. á ári. Árstekjur þeirra verða því að meðtöldum föstum launum ekki nema 2500 kr. Og þess ber líka að gæta, að það er talsverður munur á ævinni hér í Reykjavík og upp í sveit, þó ekki sé nema það, að sveitaembættismaðurinn, sérstaklega læknar, verða oft fyrir örðugum ferðalögum.

Loks skal eg geta þess, að mér finst ákvæði 6. gr. hálf óviðkunnanlegt. Þar stendur, að verði frumvarpið samþykt, geti maður, sem nú er í embætti, notið góðs af þeim árum, sem hann hefir gegnt því að undanförnu. Hafi maðurinn t. d. komist í embættið 1895, kemst hann nú þegar í hæsta launaflokk. Það er hálf óviðkunnanlegt að láta lögin verka þannig til baka.

Mín afstaða í málinu er þá í stuttu máli sú, að eg mun greiða atkvæði á móti því. Um afdrif þess skal eg annars engu spá, en svo segir mér hugur um, að vegur þess muni verða all-ógreiðfær í gegnum þessa háttv. deild, nema því að eins að steinarnir verði teknir úr götunni af alþýðuflokk sambandsflokksins.