06.08.1913
Neðri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í C-deild Alþingistíðinda. (604)

13. mál, vörutollur

Framsögum. (Bjarni Jónsson):

Mér er engin þægð í því, að orðin: »úr olíutegundum« verði samþykt, en háttv. 1. þm. K.-G. (B. Kr.) hafði einmitt bent mér á, að það væri andkannalegt, ef vélsmjör, sem annars væri í alt öðrum flokki, væri tekið þarna með. Því tókum við þetta upp, en nú kærir hann sig ekki um það, og þá er okkur sama.

Um netjatvinnann er það að segja, að ef einhverjir þekkja hann ekki frá öðru, þá tapast þar að vísu dálítið, en þeir sem þekkja hann, taka réttan toll (B. Kr.: Hann þekkist aldrei). Jæja, þá tapast þó aldrei nema pappír og prentun á honum hér.

Það sem háttv, þm. V.-Ísf. sagði að rétt væri að hafa í 10 aura flokki, er ekki hægt að flytja þangað nú. Það yrði þá að taka málið út af dagskrá. En eg segi eins og háttv. 1. þm. K.-G. (B Kr.), að eg treysti háttv. efri deild til að laga það sem laga þarf í þessu: Eg treysti henni betur til þess, en til þess að drepa það, sem á að drepa, ef við sleppum því við hana, svo sem einn þingmaður gerði í skattalögunum.