06.08.1913
Neðri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 812 í C-deild Alþingistíðinda. (622)

97. mál, fátækralög

Flutningsm. (Jón Jónsson):

Þetta frumv., sem við þingmenn Rvk. höfum leyft okkur að koma fram með, er ekki af okkar eigin toga spunnið, heldur er það flutt samkvæmt tilmælum frá fátækranefnd Reykjavíkur. Það fer fram á breytingar á fátækralögunum. Hverjar þær breytingar eru, geta menn séð á frumvarpinu sjálfu. Álít eg því óþarft að fara að gera grein fyrir þeim að sinni. Vænti þess að eins að málið fái góðar viðtökur og verði vísað til 5 manna nefndar að þessari umr. lokinni.