07.08.1913
Neðri deild: 28. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 826 í C-deild Alþingistíðinda. (642)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Eg vil leyfa mér að gera þá fyrirspurn til háttv. nefndar, hvernig beri að skilja það ákvæði í 4. gr. frumvarpsina, að »Alþingi« skuli á sínum tíma ákveða, hvenær sjóðurinn tekur til starfa og hve miklu af fé hans skuli varið til landhelgisvarna hér. Er það meiningin, að draga þetta undan inu almenna löggjafarvaldi, þannig, að konungur eigi ekkert að hafa um það að segja? Eða er orðalagið að eins svona ónákvæmt?