07.08.1913
Neðri deild: 28. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 839 í C-deild Alþingistíðinda. (670)

100. mál, sölubann á tóbaki til barna og unglinga

Bjarni Jónsson:

Eg skal eigi vera langorður um þetta mál. Það getur vel verið að það sé rétt, sem háttv. 1. þm. Árn. (S. S.) sagði, að börn reyktu sér til stórskaða, en það kemur alla ekkert þessu máli við, þegar rætt er um að banna að selja börnum og unglingum tóbak. Slík lög væru ekki einungis algerlega þýðingarlaus, heldur og í mesta máta hlægileg, því það yrði bókstaflega ómögulegt að framfylgja þeim.

Hvernig geta menn ætlast til þess, að kaupmaður geti séð það á á stúlku, hvort hún er 15 eða 16 ára gömul ? 12 ára gamlar atúlkur eru oft eins þroskaðar og 16 ára. Unglingar ganga ekki með skírnarvottorð í vasanum og kaupmenn hafa ekki kirkjubækurnar við hendina, svo þeim er algerlega ómögulegt að vita um aldur unglinga, sem koma til að verzla við þá.

Eg hefi ekkert annað á móti lögunum, en að þau mundu verða algerlega gagnslaus.

Ef eg ætti yfir unglingi að ráða, vildi eg ráða því sjálfur, hvernig eg æli hann upp, hvort eg sendi hann í búð fyrir mig eftir vindlingum. Vil eg að löggjafarvaldið láti það hlutlaust. Eg held stúlku til að gæta barns. Hún er ekki 16 ára, en eg veit ekki hvori kaupmanninum er kunnugt um það. Þætti mér hart ef ætti að fara að banna mér að senda hana í mínum erindum út í bæ.

Eg þykist eigi þurfa að rekja þetta mál lengra. Eg held að hverjum manni hljóti að skiljaat, að slíkk lög yrðu eigi til neins nema til ins verra.