07.08.1913
Neðri deild: 28. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í C-deild Alþingistíðinda. (681)

100. mál, sölubann á tóbaki til barna og unglinga

Flutningsm. (Sigurður Sigurðsson):

Það voru að eina fáein orð, viðvíkjandi þeirri mótbáru að erfitt sé fyrir kaupmenn að vita hve gamall unglingurinn er, sem kaupir tóbak.

Þetta ákvæði er ekkert einsdæmi í löggjöf landsins. Það eru til lög um eðlu og veitingar áfengra drykkja, frá 11. Nóv. 1899, og í þeim fer eitt ákvæð ið í þá átt, að ekki megi veita unglingum innan 16 ára aldurs áfenga drykki. Auðajáanlega hafa löggjafarnir þá ekki verið neitt hræddir um, að ekki væri hægt að gera mun á aldri manna.

Viðvíkjandi strangleikanum, sem háttv. þm. Ak. (M. Kr.) talaði um, þá er því til að svara, að ekki er farið fram á í frumv. að beita neinum strangleika við börnin. Mér virðist hann meir beina orðum sínum til háttv. 1. þm. Rangv. (E. J.), sem vildi láta hræða börnin frá að brúka tóbak. Hér er að eina farið fram á að koma ábyrgð fram á hendur kaupmönnum fyrir að selja börnum tóbak.

Líka fanst mér mesta fjarstæða, er hann líkti þessu sölubanni saman við annað bann í gamla daga, er fór í þá átt að banna prestum að giftast. Hér í þessu tilfelli er það ekki annað en óvani, sem börnin venja sig á. En í hinu tilfellinu, með prestana, gilti lögmál, sem náttúran heimtaði að væri fullnægt, og finst mér þar ólíku saman að jafna, og því ekki tiltökumál, þótt þeir blótuðu á laun, fyrst þeir ekki máttu gifta sig.