08.08.1913
Neðri deild: 29. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í C-deild Alþingistíðinda. (693)

62. mál, rafveita fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

Framsögum. (Jón Ólafsson):

Herra forseti ! Eg hafði alls ekki ætlað mér að taka til máls, sakir þess að eg hefi engan heyrt hreyfa andmælum á móti þessu frumv. Það væri helzt að eg segði eitthvað um breyt.till. háttv. samþingismanns míns, 2. þm. S.- Múl. (G. E.). Hann leggur það til, að í stað 11. gr. komi ný grein, þess efnis, að þessi lög skuli líka ná til Eskifjarðarkaupataðar. Eg hefi ekki mikið við þessari breyt.till. að segja, hún raskar dálítið frumreglu frumv. og er ónauðsynleg, þar sem annað frumv. er á leiðinni, sem að líkindum verður samþykt og gerir tillöguna óþarfa. Annars læt eg tillöguna liggja mér í ósköp léttu rúmi og hefi í raun og veru ekkert á móti því, að hún verði samþykt, ef mönnum sýnist svo.