08.08.1913
Neðri deild: 29. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í C-deild Alþingistíðinda. (695)

62. mál, rafveita fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

Ráðherrann (H. H.):

Eg vil að eins taka það fram, að þar sem talað er í 2. gr. um einkarétt bæjarfélaga til að veita »rafstraumum«, þá getur það ekki náð til talsíma og ritsíma, því að það kemur í bága við gildandi lög um ritsíma og talaíma o. fl. frá 20. Okt. 1905, er áskilja landinu einkarétt til þeirrar rafmagnsframleiðslu. Raunar er í frumv, skírskotað til 11. gr. þeirra laga, en það er ekki nóg, því líkt kemur fyrir á fleiri stöðum í lögunum. Þess vegna er nauðsynlegt að skírakota til allra laganna, en ekki einnar greinar í þeim.