08.08.1913
Neðri deild: 29. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 859 í C-deild Alþingistíðinda. (696)

62. mál, rafveita fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

Kristján Jónsson:

Mér virðist það nauðsynlegt, eftir athugasemd hæstv. ráðherra, að málið verði tekið út af dagskrá. Þessu verður sem sé ekki breytt nema með breyt.till., og þetta er 3. umr. málsins.

Svo vildi eg spyrja um það, hvort það er af ásetningi gert — og þá hvers vegna — eða það er af athugaleysi, að orðin »og (eða)« eru sett þannig bæði milli orðanna: »Kaupstöðum–Sjálfstjórnarkauptúnum« í frumv. Mér skilst það eigi annaðhvort að standa »og« eða að öðrum kosti »eða«, en eigi hvorttveggja.