08.08.1913
Neðri deild: 29. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í C-deild Alþingistíðinda. (700)

33. mál, málaflutningsmenn við landsyfirréttinn í Reykjavík

Framsögum. (Kristján Jónsson):

Þetta frumvarp, sem hér er til umræðu, er stjórnarfrumvarp, og var af henni lagt fyrir háttv. Ed. og er um breyting á lögum nr. 32, 20. Okt. 1905. Eftir þeim lögum getur stjórnin veitt öllum juridiskum kandidötum, sem lokið hafa prófi með ákveðnum vitnisburði, þegar í atað leyfi til þess að flytja mál fyrir yfirdómi. Þessi beimild stjórnarinnar hefir verið notuð, svo, að hver og einn juridiskur kandidat hefir undir eins að afloknu prófi fengið þetta leyfi. Afleiðingin af þessu er sú, að yfirdómalögmönnum er alt af að fjölga. Þeir eru nú orðnir um eða yfir 20. En svo margra er alla ekki þörf. Á hinu er ríkari þörfin, að þeir hafi meiri æfingu og undirbúning, en þeir menn geta haft, sem eru nýsloppnir frá eksamensborðinu. Þá má búast við því, að þeir myndu leysa störf sín betur af hendi en ella.

Í frumvarpinu er farið fram á, að þetta leyfi skuli ekki veitast fyr en kandidatar hafi fengiat við lögfræðisstörf í 3 ár. Þetta hefir nefndin fallist á, bæði af þeim ástæðum, er stjórnin tilgreinir, og þeim sem taldar eru í nefndarálitinu. Þó hefir nefndin viljað gera eina breytingu við frumv. stjórnarinnar. Þeir nemendur, sem nú stunda nám við lagadeild háskólans, hafa, þegar þeir byrjuðu á námi, gengið út frá því, að lögin frá 1905 mundu standa í gildi, og þeir því geta notið þeirra vilkjara, sem þau heimila þeim. Nefndinni þótti ekki. rétt að taka at þeim þessi réttindi eða þessa réttindarútsjón, sem þeir hafa haft fulla ástæðu til að ætla að þeir fengju að halda. Fyrir því hefir hún leyft sér að koma fram með breyt.till. í þá átt, að þessi 1ög skuli ekki ná til þeirra lögfræðisnemenda, sem lúka prófi næstu 4 árin eftir að lög þessi öðlast gildi. Frekara hefi eg ekki um málið að segja. Eg vænti þess, að háttv. deild telji frumvarpið réttarbót og breyt.till. nefndarinnar vel rökstudda, og samþykki frumv. með breytingartillögunni.