11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 879 í C-deild Alþingistíðinda. (722)

57. mál, girðingar

Ráðherrann (H. H.); Eg mótmæli því, að það sé að eins skriffinska, að heimta leyfi til þess, að þvergirða vegi. Það er satt, að sjaldan mundi verða neitað um slík leyfi; þar sem annara er þörf á girðingu. En það er nauðsynlegt að hafa þetta ákvæði til þess, að ekki Sé verið að leika sér að því, að girða þvert yfir vegi, alveg að óþörfu, og gera mönnum með því farartálma með því að fylla alt með hlíðum. Eg álít að það geti ekki verið neinum til miska, þótt sækja þurfi um slíkt leyfi, og að stjórnarvöld beiti þeirri sanngirni að veita það, ef það er ekki hreinn og beinn óþarfi.