11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 884 í C-deild Alþingistíðinda. (725)

57. mál, girðingar

Framsögum. (Eggert Pálsson):

Eg bjóst ekki við því, að háttv. þm. Dal. (B. J.) mundi að ástæðulausu fara að halda varnarræðu fyrir eignarréttinn, ekki meira en hann hefir atundum, að því er virðist, lagt upp úr honum. En annara tek eg það ekki til mín, sem hann sagði um það mál, því að tillaga meiri hl. nefndarinnar miðar alls ekki að því, að skerða eignarréttinn. Það er þvert á móti skýrt tekið fram í tillögu meiri hlutana, að ef sneiðist nokkuð meira af landi annara manns með beinni girðingu, þá skuli koma fullar bætur fyrir. En ef annað landið mætti ekki undir neinum kringumstæðum sneiðast meira en hitt, þá væri um leið í raun og veru útilokað að nokkur maður geti girt, þar sem mörk lægju í krókum og nágranninn reyndist óbilgjarn, hversu nauðsynleg sem girðingin þó kynni að vera. Þetta veit eg að inn háttv. þm. getur skilið, ef hann að eina vill skilja það. Og getur því ekki í raun og veru talið tillögu meiri hluta nefndarinnar óeðlilega eða óþarfa. Svo að mótmæli hana hljóta að stafa af einhverjum öðrum ástæðum.