11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 896 í C-deild Alþingistíðinda. (738)

21. mál, íslenskur sérfáni

Framsögum. meiri hl. (L. H. Bjarnason):

Af því að háttv. framsögum. minni hl. nefndarinnar (Sk. Th.) vitnaði nokkuð til nefndarálits sins, neyðist eg til að víkja nokkrum orðum að ástæðum hans, bæði á móti frumvarpi meiri hlutans og fyrir tillögum sínum. Geri eg það þeim mun fremur, sem hæstv. ráðherra hefir hallast á sveif minni hlutans, vill sem hann koma frumvarpi voru fyrir kattarnef.

Minni hlutinn segir, að ekki þurfi íhlutun löggjafarvaldains til að lögleiða íslenzkan sérfána.

Viðvíkjandi því skal eg að eins benda á það, hvernig Danir líta á þetta atriði. Það hefir ekki einungis lýst sér í atferli Fálkaforingjans hér á höfninni þann 12. Júní. Hann gerði bláhvíta fánann upptækan af því, að hann taldi rauða og hvita flaggið eina löglega flaggið hér. Sömu skoðun hefir forstjórinn í dönsku flotastjórninni látið uppi, og öll dönsk blöð hafa tekið í sama strenginn. Og loks lét ráðherra Íslands, þótt undrum sæti, sömu skoðun í ljós við 1. umr. málsins, en vonandi er hann nú eða ætti að vera fallinn frá þeirri villu síns vegar.

Það er því enginn óþarfi að gera þetta frumvarp að lögum, þar eð Danir segja, að vér höfum ekki rétt til þess að flagga með öðru flaggi en þeirra flaggi, enda býst eg við því, að vér sjáum tæpast aðra liti en bláa og hvita blakta hér á stöngum, verði lögin samþykt. Og eg get bætt því við sem spá frá mínu eigin brjósti, að þó svo kynni að fara, að lögin strönduðu hinum megin við pollinn; þá mundi samt íslenzku litunum fjölga hér. Svo mikið mundu margir meta ályktun Alþingis. Þá fengjum vér og að hafa bláa og hvíta fánann í friði inni á höfnum vorum. Þá fengjum vér og jafnframt uppreist fyrir ofbeldisverkið hér á höfninni 12. Júní, en slík uppreist er oss óhjákvæmileg nauðsyn eftir undirtektir íslenzku og dönsku stjórnarinnar.

Þá segir háttv. framsögum. minni hl. (Sk. Th.) í nefndaráliti sínu, að frumv. um landsfána sé afturhvarf frá kröfum Alþingis 1911, en það er ekki rétt þegar af þeirri ástæðu, að málið komst aldrei nema í gegnum neðri deild, og þó með litlum atkvæðamun. Það mundi miklu framur leiða til afturhvarfs, ef Alþingi samþykti siglingafána háttv. framsögumanns, líks afturhvarfs og samþykt sambandslagafrumv. meiri hl. á Alþingi 1909 leiddi til 1912, og þá væri háttv. sjálfsteeðísflokkur kominn alla leið frá Leipzig til Waterloo.

Háttv. framsögum. segir, að það væri óvirðing fyrir Íslendinga að löggilda landefána. Út af því Vil eg minna hann á, að Prússland, eitt af voldugustu ríkjum álfunnar, hefir ekki nema landsfána. Svo er og um Skotland og Írland og sömuleiðis Sviss. Þeir Svissar, sem hafa skip í förum, verða að láta þau sigla undir lánuðum fána og er þó Sviss fullkomlega sjálfrátt ríki.

Það er svo langt frá því að vér gerðum oss vanvirðu með samþykt fánafrumvarpsins, að vér getum með því einu móti rekið af oss óvirðingarverkið 12. Júní.

Þá segir háttv. framsögum. minni hl. (Sk. Th.), að fáni sé nauðsynlegur hluti skips, jafn-nauðsynlegur og t. d. stýri eða segl, en það er ákaflega óheppileg samlíking. Án fána geta skip komist áfram, en seglskip geta ekki komist áfram án segla, róðrarbátar ekki án ára, og ekkert Skip getur verið án stýris, enda óviðurkent siglingaflagg sama og ekkert flagg.

Enn segir háttv. framsögum. minni hlutans, að siglingar séu sérmál okkar og því sé fáninn það líka, en það er röng kenning og að minsta kosti er henni ekki játað af Dönum, enda útheimtir siglingaflagg vald og getu til Varnar. Allir vita, að lög hvers lands, hversu voldugt sem það er, takmarkast af þjóðaréttinum, en eftir þjóðaréttinum er það óhjákvæmilegt skilyrði fyrir sigiingaflaggi, að viðurkent sjálfrátt ríki eigi í hlut. Auk þessverðum vér að gæta þess, að þar sem eins náið samband er milli landa og er milli Íslands og Danmerkur, þar verður löggjöf hvors landsins um sig að taka nokkurt tillit til löggjafar hins, bæði af lagalegum og graktískum ástæðum. Siglingafáninn er eitt af sammálum landanna sbr. 8. lið 3. gr. millilandafrumvarpsins 1908, en sérfáni eða landsfáni er sérmál. Vér getum ekki lögleitt hvern þremilinn sem er. Þarf eg eigi annað en benda til kolafrumvarpsins sæla. Margar þjóðir risu upp gegn því, af því að þeim þótti gengið of nærri rétti sínum.

Þá segir háttv. framsögum. minni hl. að fáninn sé þjóðernistákn. Það er ekki rétt. Í Austurríki eru t. d. mörg þjóðerni, en flaggið ekki nema eitt. Hið sama á sér stað í Sviss. Það mætti öllu fremur kalla siglingafána einskonar vegabréf. Þjóðernið getur verið margt, þótt flaggið sé ekki nema eitt út á við.

Þá segir háttv. framsögum. minni hl. (Sk. Th.), — en líklega í gamni — að það sé óhæfa að ætla, að Danir muni ekki samþykkja siglingafána. Góðvild þeirra oss til handa í þessu máli er orðin of ber af atburðinum hér á höfninni 12. Júní, af undirtektum flotadeildarstjórans og blaðanna allra saman, til þess að skoða nýnefnd ummæli öðruvísi en sem nokkurskonar krydd, jafnvel þó mér þyki letrið á þeim í nefndarálitinu nokkuð feitt til þess.

Loks segir háttv. framsögum. minni hlutans, að það sé að láta konungsvaldið sýnast stærra og glæsilegra í augum annara þjóða, að þar séu notaðir tvenna konar ólíkir fánar. En vegna þess að flöggin eru svo gagnólík og ekkert sambandamerki í þeim, þá bendir ekkert á, að þau lúti sama konungi, og getur því sigiingafáni háttv. framsögum. þegar af þeirri ástæðu tæplega verið neinn glaðningur fyrir H. h. konunginn, enda erum vér ekki að búa til fána fyrir konunginn, heldur fyrir Íslendinga.

Vík eg svo að ræðu hæstv. ráðherra (H. H.). Hann var samþykkur meiri hlutanum um það, að breyt.till. minni hlutans væru algerlega óaðgengilegar, en þar skiljast líka leiðir okkar, því að hann er sammála minni hlutanum um, að frumvarp vort sé óaðgengilegt og bar aðalega fyrir sig 2 ástæður.

Hann byrjaði ræðu sína með því að gera lítið úr fánatökunni, eins og hann kallaði tilefni fánafrumvarpsins, nefndi hana »lítilfjörlegt atvik« og kvaðst hafa fengið fullkomna uppreist fyrir hana, þar sem danski forsætisráðherrann hefði lýst yfir því, að Rothe hefði ekki gert þetta eftir sérstakri beinni skipun, en því fer svo fjarri að danska Stjórnin eða Danir yfirleitt hafi veitt oss uppreist, að þeir hafa þvert á móti aukið á oss sýnda óvirðingu með því allir, háir sem lágir, að staðfesta það, að Fálkaforinginn hafi átt á réttu að standa, enda var ekki við öðru að búast, jafnsleitulega og ráðherra, málsvari vor, tók þar í strenginn af vorri hendi. Oss er því jafnvel fremur uppreisnar þörf nú en áður.

Hin ástæða hæstv. ráðherra gegn frumvarpinu, sú sem sé, að frumvarpið væri komið fram að fornspurðum hans hátign konunginum, var heldur ekki veigamikil. Þetta frumvarp hefir fengið sama undirbúning sem önnur þingmannafrumvörp fá; þau eru aldrei borin undir konung fyr en þau eru samþykt af Alþingi. Hæstv. ráðherra hefði getað borið málið undir konung, altént í símanum. Það gat nefndin aftur á móti ekki. Annars er eg ekki í neinum efa um það, að konungur þekkir frumvarpið vel og eg vænti þess fastlega, að hann vilji unna oss landsfána, enda telur próf. Knud Berlín í danska blaðinu »Köbenhavn« lítil tormerki á því, að vér getum fengið heimsfána, þó að hann láti auðvitað jafnframt von í ljós um, að ráðherra vorum (!) takist að eyða fánamálinu hér á þingi. Eg er þakklátur próf. Berlín, sem annara sýnir mér þann sóma að jafna mér til háttv. þm. Dal. (B. J.), fyrir undirtektir hans undir fumvarpið, því að úr því að hann álítur heimafána tiltækilegan, ætti ekki að þurfa að óttast »stímabrak og stjórnarskifti« út af því, svo sem hæstv. ráðherra hræddist að af því mundi leiða.

Hæstv. ráðherra þóttist ekki skilja, hvað lægi í orðinu »landsfáni«, langaði til að vita, hvort nota mætti fánann í landhelgi og á opinberum byggingum. Landsfáni er fyrir mér sama og heimafáni, er nota mætti, svo sem eg tók fram Við flutning frumvarpsins við 1. umr., eigi að eins á þurru landi, heldur og í höfnum og jafnvel í landhelgi. Eða hvað skyldi vera því til fyrirstöðu, að íslenzk stjórn mætti draga íslenzkan fána við hún á íslenzkri stjórnarbyggingu ? Annað mál er það, hvort allir ráðherrar mundu áræða það. Ekki skil eg heldur aðkast ráðherra útaf mótsögn milli frumvarps og nefndarálits um gerð fánans. Er ekki dökkblár litur blár litur? Auk þess ekki um annað en ósk að reeða í nefndarálitinu.

Annars er það eftirtektavert, að ráðherra skuli taka höndum saman við nokkra af sínum elztu andstæðingum til þess að reyna að eyða jafn-sjálfsögðu máli, og eg get ekki bundist að geta þess, að eg met ástæður háttv. framsm. minni hl. og þeirra þremenninga ólíkt meira en ástæður ráðherra. Þeim er of heitt á höfðinu til þess að vilja minna en sigiingafána, en ráðherra og stjórnarflokkurinn eru svo lítilþægir, að þeim rís hugur bið að fara fram á það, sem jafnvel »Stór-Danir« telja vel takandi í mál. Síðasttaldir menn verja danska flaggið með íslenzku valdi, en hafa ekkert á móti því, að danskt vald óvirði íslenzku litina. Eg heimta hinsvegar, að Danir sýni litum vorum sömu skil og þeir óska sínum litum, og tel að gefnu tilefni nauðsynlegt, að útveguð sé trygging að lögum fyrir því að svo megi vera. Þetta eru kostirnir, sem háttv. deild á að velja um. Eg bið hv. forseta að gefa mönnum kost á vali um þá með nafnakalli um 1. gr.