11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 931 í C-deild Alþingistíðinda. (754)

27. mál, vatnsveitingar

Framsögum. meiri hl. (Sigurður Sigurðsson):

Eg fyrir mitt leyti get kannast við það, þótt eg sé í nefndinni, að athugasemdir hv. 2. þm. G.-K. (Kr. D.) séu að sumu leyti á rökum bygðar.

Við 6. gr. hefir nefndin gert br.till., sem að eina er orðabreyting í samræmi við það, sem upphaflega stóð í frumv. Nefndinni þótti fara betur á að setja jarðarstærð fyrir jarðarmagn; stærð jarðar er vitanlega sama sem mat hennar eftir jarðamatinu. Nefndin getur ekki fallist á að breyta þurfi 18. gr. frvs. Þótt br.till. á þgskj. 312 sé út af fyrir sig til nokkurra bóta, þá er þó greinin miklu vísari og betri, og hitt jafnvíst, að henni yrði ekki beitt nema í ítrustu nauðsyn eða þegar allar aðrar leiðir til samkomulaga væru útilokaðar.