11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í C-deild Alþingistíðinda. (756)

27. mál, vatnsveitingar

Eggert Pálsson:

Eg skal ekki vera langorður. Nefndin leit svo á, að þessi 18. gr. frumv. væri ætt til þess að girða fyrir það, að nokkur einstakur maður gæti sett sig í móti slíku fyrirtæki sem hér um ræðir eða gert það óframkvæmanlegt. Til þess að aftra því hefir háttv. Ed. haft ákvæðið svo sem það nú er, og þótt strangt kunni að sýnast, þá álít eg enga ástæðu til að draga úr því. Því sé það gert, þá getur svo farið að jafn-mikilvæg fyrirtæki sem hér er um að ræða, yrðu alveg tept fyrir mótspyrnu einstakra manna. En hins vegar ekki líklegt að oft komi til þess, að beita þurfi þessu ákvæði, þó að það fái að standa í lögunum.