11.08.1913
Neðri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 935 í C-deild Alþingistíðinda. (760)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Tryggvi Bjarnason.:

Eg skal ekki fara langt út í þetta mál nú við þessa umræðu. Það vitum vér allir, að þjóðin óskar þess, að Landsbankinn sé styrktur. Það er nú ekki hægt að segja annað en að tilraun sé gerð í þessa átt. þar sem 4 frumvörp þess eðlis hafa nú verið flutt inn á þingið. Hvað sem nú má um þessi frumvörp segja, þá hygg eg, að þessi leið sé aðgengilegust, en þó eru gallar á frumvarpinu.

Eg vil að eins benda á til athugunar til 2. umr., að »prosenturnar«, sem lántakendum er ætlað að greiða, er nýr skattur og getur reynst þungur. Eins vil eg benda á það, að hér er bankastjórn heimilað að láta fara fram skoðun á fasteignum, þeim sem bankinn hefir að veði, á kostnað lántakanda. Ella skal eg ekki fara út í einstök atriði nú.