12.08.1913
Neðri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í C-deild Alþingistíðinda. (780)

36. mál, nafnabreytingar og ný nöfn á býlum

Framsm. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Þetta frumv. er komið frá Ed. Nefndin hefir ekki annað að leggja til en nokkrar lítils háttar efnisbreytingar og fáeinar orðabreytingar.

1. gr. frumv. byrjar á orðunum »grasbýli, afbýli, húsmenskubýli« o. s. frv. En orðin »jörð« og »hjáleiga« koma hvergi fyrir. Hin orðin leggjum við til að fella niður og taka. upp í staðinn jörð og hjáleiga, sem alt af eru notuð í daglegu tali.

Nefndin leggur einnig til að breyta orðinu nafnfesti í leyfisbréf. Þeir sem lesið hafa fornsögurnar vita, að orðið nafnfesti þýddi að vísu upphaflega »festing nafns«; en að gefa fé að »nafnfesti« var að eins haft um það, er einhver gaf öðrum nafn, en hann óskar, og gaf honum fé til þess að þiggja. nafnið og bera það. En sá sem sjálfur tók upp nafn, gaf ekkert fé til nafnfesti. Nú er orðið einnig haft um sjálft féð, sem þegið er; orðið hefir því aldrei, hvorki fyr né síðar, verið notað á þann hátt; sem gert er í frumv., og við kunnum ekki við að fara að breyta notkun Svo gamals orðs.

6., 7. og 8. breyt.till. eru lítilfjörlegar orðabreytinrar. 9. breyt.till. er raunar efnisbreyting, en lítilfjörleg, nefnilega að stytta tímann um 5 ár. 11. breyt.till. er líka efnisbreyting. Okkur fanst sjálfsagt að bæta við þessum orðum, því að það er óviðkunnanlegt að kenna heimili manns við næsta kaupstað, þegar býlið liggur fyrir utan hann.